Barnablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 22

Barnablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 22
22 BARNABLAÐIÐ Hvað er rétt? Æðsti presturinn bannaði Pétri postula að tala um Jesú. Pétur varð að velja. Átti hann að hlýða mönnunum og hætta að tala um Jesú eða átti hann að halda áfram að segja öðrum frá Jesú og eiga það á hættu að vera stungið í fangelsi? Fylgdu línunum. Lestu textann sem á við hverja mynd og merktu við það sem þú telur að Pétur hafi valið. Myndirnar hafa sömu númer og textinn, þannig er hægt að sjá hvaða mynd á við hvern texta Framar ber að hlýða Guði en mönnum. Post. 5:29b 1. Pétur vissi að það var hættulegt að predika um Jesú. a) Hann hætti því að predika um hann. b) Hann hélt áfram að predika þótt að hann vissi að hann gæti lent í fangelsi. 2. Þegar Pétur lenti í fangelsinu opnaði engill dyrnar. a) Pétur gekk því út úr fangelsinu og hélt áfram að predika í musterinu. b) Pétur vildi ekki fara úr fangelsinu. 3. Æðsti presturinn bannaði Pétri að halda áfram að tala um Jesú. a) Pétur hlýddi því. b) Pétur vildi fremur hlýða Guði. 4. Þegar Pétri hafði verið refsað fyrir að predika um Jesú þá ... a) Faldi hann sig. b) Hélt hann áfram að predika.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.