Barnablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 22

Barnablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 22
22 BARNABLAÐIÐ Hvað er rétt? Æðsti presturinn bannaði Pétri postula að tala um Jesú. Pétur varð að velja. Átti hann að hlýða mönnunum og hætta að tala um Jesú eða átti hann að halda áfram að segja öðrum frá Jesú og eiga það á hættu að vera stungið í fangelsi? Fylgdu línunum. Lestu textann sem á við hverja mynd og merktu við það sem þú telur að Pétur hafi valið. Myndirnar hafa sömu númer og textinn, þannig er hægt að sjá hvaða mynd á við hvern texta Framar ber að hlýða Guði en mönnum. Post. 5:29b 1. Pétur vissi að það var hættulegt að predika um Jesú. a) Hann hætti því að predika um hann. b) Hann hélt áfram að predika þótt að hann vissi að hann gæti lent í fangelsi. 2. Þegar Pétur lenti í fangelsinu opnaði engill dyrnar. a) Pétur gekk því út úr fangelsinu og hélt áfram að predika í musterinu. b) Pétur vildi ekki fara úr fangelsinu. 3. Æðsti presturinn bannaði Pétri að halda áfram að tala um Jesú. a) Pétur hlýddi því. b) Pétur vildi fremur hlýða Guði. 4. Þegar Pétri hafði verið refsað fyrir að predika um Jesú þá ... a) Faldi hann sig. b) Hélt hann áfram að predika.

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.