19. júní


19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 10
ekki stirðnað, þegar hann dó, og hefði hann skrif- að fjögur orð á latínu dauður. Jón átti þrjú börn með Solveigu. En hún fékk ekki að eiga hann. Að honum látnum giftist Solveig Páli Jónssyni á Skarði, og eru ættir frá þeim komnar. Ólafar ríku er enn getið við marga stóratburði, eftir að hún leitaði hefnda eftir Björn bónda sinn. En hennar er oftar getið i bréfum og gjörningum þess tima, sem nær því öll eru um og í sambandi við mál, jarðakaup og sölur eða erfðamál. Fáum árum áður en hún dó, ríður liún sjálf suður að Krossi í Landeyjum til þess að vera við dóm út af svokallaðri krossreið Þorvarðs sonar Eiríks Lopts- sonar, bróður hennar. Þorvarður þóttist eiga sök- ótt við hóndann á Krossi, sem raunar var mágur hans, tók hús á honum um nótt og drap hann. Voru dæmdar af Þorvarði eignir hans fyrir, og skilst mér, að Ólöf sé þar til þess að gæta réttar Eiríks bróður síns, er þá var utanlands. Ólöf er sögð hafa verið mikil trúkona, og svip- ar henni þar eins og víðar til Guðrúnar Ósvifurs- dóttur. Hún lét prýða kirkjuna á Skarði, og stétt lét hún steinleggja milli kirkju og bæjar, líkt og gata væri í stórborg. Segir, að hún hafi tekið hart á því, ef menn héldu ekki alla kirkjusiði. Hún andaðist úr sótt 1479 um sumarið. Hafði hún beðið guð þess, að hann léti nokkurt það tákn verða, er hún dæi, er eftirminnilegt yrði. Þetta varð, þvi að feiknalegt ofviðri skall á sama dag, og segir einn annáll, að fimmtíu skip hafi brotnað við F.ngland og hús hafi brunnið í Noregi auk þeirra feikna, er hér skeðu. Var þetta kallaður Ólafarbylur. Sýnir sögn þessi raunar betur en margt annað, hvernig kona þessi hefur staðið mönnum fyrir hugskotssjónum, nefnilega mikil, stórbrotin. Alþýðu manna hefur fundizt eitthvað hlyti að ske, er slik kona dæi, og svo skapaði þjóð- trúin sögnina um Ólafarbyl. Fyrir stuttu hafa verið gefin út skriftamál Ól- afar Loptsdóttur eða skriftamál, er menn ætla, að ekki geti átt önnur kona frá þessu tímabili. Þau eru ekki alveg öll og þess vegna ekki fullvíst, hverj- um þau tilheyra. En fræðimenn skíra þau skrifta- mál Ólafar. Þetta er merkilegt skjal, ekki fyrir sak- ir þeirra synda út af fyrir sig, sem þar eru játað- ar, því að þær eru sjálfsagt allra eign, en það er merkilegra sem sýnishorn þess valds, sem kirkj- an hafði yfir hugum manna á þessum timum, en einkum þó merkilegt sem skriftamál Ólafar ríku. Ætla má, að þau séu gerð á banasæng henn- Vísa. Kerling ein nálgaðist náttmála œviskeiS. Hún nöldraSi stundum viS prjónana, glettin og reiS: Ég fór út aS hliSi og horfSi og vonáSi og beiS. En heppnin var meS mér, og þú valdir aSra leiS. Oddný Guftmundsdóttir. Draumvísa. Harmaljárinn hjartaS sker, hryggSin sár vill spenna. FriSrik stár í minni mér mín því tárin renna. Ingibjörg Sigurðardóttir. Siaka. IijartaS berst um hyggjusviS. hugur skerst af ergi. Þegar mest ég þurfti viS, þái voru flestir hvergi. Friðbjörg Ingjaldsdóttir. ar. Allt, sem hún hefur sótzt eftir, þráð og notið, er að hverfa, auðurinn, völdin, metorðin, ekkert getur hún flutt með sér. Hún er ein með sinn innra mann. Viðburðaríkt, athafnaríkt líf hennar hefur kannske ekki veitt henni margar tómstundir til að horfa inn í eigin barm. Þegar dauðinn nálgast, knýr andleg nekt hana til að leita huggunar og fyrirgefningar, þar sem hana er að fá, hjá kirkj- unni. Hún telur upp allar syndir sínar, sifjaspell, saurlífi, ágirnd, ofmetnað, kærleiksleysi og vönt- un á fúsleika til góðverka. Hin ríka finnur, að nú er hún fátæk. En kirkjuvaldið, sem hún sneri sér til, var fúsara til að veita aðstoð í andlegri neyð en það kirkjuvald, sem við þekkjum. Við skulum vona, að það hafi getað veitt henni huggun. Þessi skriftamál eru ekkert sérstök fyrir sögu Ólafar ríku. Þau eru almenns eðlis. Saga hennar er athyglisverð og skemmtileg meðfram sakir þess, að hún gnæfir upp úr þögn og myrkri sögunnar á þessari öld, sem hún var uppi á. Hún er síðust þeirra þriggja stórbrotnu kvenna miðalda Islands. Vatnsfjarðar-Kristín er tengdamóðir hennar, Grundar-Helga er langamma manns hennar. Sam- kvæmt einhverjum huldum rökum eru nöfn þeirra saman fléttuð, nöfn þessara kvenna, sem sakir skörungsskapar og hvers konar fyrirmennsku hef- ur verið forðað frá gleymsku og tortimingu í vit- und þjóðar vorrar. Sigrún Blöndal. 8 19. JtJNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.