19. júní


19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 8
dís á Þykkvabæjarklaustri. Hann var kallaður Sig- valdi langalíf. Nú segja rannsóknir síðari tima, að Sigvaldi hafi alls ekki verið sonur Ólafar Lopts- dóttur, og sé þetta munnmæli ein. En hvað sem um það er, þá bera allar sagnir af uppvexti Ólafar vitni um eitt, að hún hafi verið alin upp í riki- dæmi og eins og hæfa þótti konu, er erfa skyldi einhver mestu auðæfi, er þá voru til á íslandi. Hún hefur verið mikilhæf kona og rikilát, hafði sveina og meyjar til þjónustu. Hún er sögð hafa verið há vexti og þrekin. Allar sögur, sem til eru um hana, bera þess vitni, að hún hefur líkzt mjög hinum fornu kvenskörungum á fslandi, einkum þó Guðrúnu Ósvífursdóttur. Eftir að lýkur sögum þeim, er áður voru sagð- ar um æsku hennar, geta heimildir ekki um hana, fyrr en hún er gift. Það er ef til vill ekkert und- arlegt, en það er gaman að hugsa til þess, að með giftingu Ólafar Loptsdóttur og Bjarnar ríka Þor- leifssonar frá Vatnsfirði sameinast tvær einhverj- ar ágætustu ættir á íslandi. Björn Þorleifsson, maður Ólafar, var dóttursonur Björns Einarssonar í Vatnsfirði, Jórsalafara, er mun hafa verið ein- hver ágætastur höfðingi á íslandi á 14. öld. Hann var sonur Grundar-Helgu, er drepa lét Smið And- résson um miðja 14. öld. Björn Einarsson er sagt, að færi þrisvar til Bómar og einu sinni til Jórsala. Kona hans hét Solveig Þorsteinsdóttir. Þeirra dótt- ir hét Kristín, en sonur Þorleifur. Kristín var heilsulítil í æsku og lá í rúminu. En er Þorleifur bróðir hennar drukknaði, segja sumir, að það hafi haft þau áhrif á hana, að hún spratt upp og kenndi sér eftir það einskis meins. Hún giftist fyrst .Tóni, bróður Lopts ríka, og bjuggu þau í Vatnsfirði, sem hún hafði erft eftir föður sinn. En svo sem fyrr var sagt, dó Jón Guttormsson í Svartadauða 1403, og bjó hún eftir það í Vatnsfirði og var kölluð Vatnsfjarðar-Kristín. En síðar átti hún fyrir mann Þorleif Árnason frá Auðbrekku, og bjuggu þau um eitt skeið i Hvammi i Hvammssveit. í annálum er stundum talað um Þorleif Árnason, mann Vatns- fjarðar-Kristínar. Þeirra sonur var meðal annarra Björn, maður Ólafar. Björn var af auði sínum kallaður hinn ríki. Hann varð hinn mesti mektar- maður, og mun hafa átt við Ólöfu að eiga slikan mann. Þau settust ekki í helgan stein, eftir að þau komu saman, heldur bjuggu á ýmsum höfuðból- um sínum til skiptis, Vatnsfirði, Skarði, ættaróðali Ólafar, og Reykhólum, er Björn Þorleifsson keypti eða tók undir sig eftir Guðmund ríka Arason, ribbalda mikinn, er fallið hafði í ónáð hjá kon- ungi og misst eignir sínar. Annars virðist svo sem þau hafi oft verið í ferðum utanlands og innan. Sagt er, að Björn héldi 18 sveina — reiðsveina tygjaða, og Ólöf 18 sveina, og iðkuðu þessir svein- ar mjög útgöngur, þ. e. hólmgöngur, þegar hjónin sátu um kyrrt, sem sjaldan var lengi. Björn Þorleifsson var hirðstjóri yfir öllu Islandi og lét þá mikið til sín taka. Hústrú Ólöf hélt skáld eins og gert hafði Björn Jórsalafari. Sá hét Svart- ur og bjó á Bæ í Króksfirði um eitt skeið. Hann kvað lofmansöng um hústrúna, og sem hann kvað mansönginn fyrir hana, sagði hún: „Ekki nú meira, Svartur minn.“ Þau Björn og hústrú Ólöf fóru oft utan, og hafa myndazt ýmsar sagnir um þau ferðalög, sem ekki er gott að vita, hvert mark skal á taka. Eina smásögu segir séra Jón Egilsson í annálum sínum. Hún er um það, er þau hjón sem oftar fóru utan. Lentu þau í hafvillu og hrepptu óveður og brutu skip sitt við Grænlands- strendur. Bjargaðist enginn maður utan þau tvö. Þar kom að tröllkarl og kerling. Batt hann tveggja stikna klæði um höfuð Birni, en kerling þriggja stikna léreft um höfuð hústrú Ólafar. Þau höfðu stóra meisa á herðum og settu hjónin sitt í hvorn meis og báru þau þannig langan veg, unz þau komu að einum túngarði. Þau voru þá komin til Garða, en þar var biskupsstóllinn á Grænlandi. Voru þau hjón þar um veturinn. Um vorið komu þau út til íslands. Þessi saga hefur á sér allt snið þjóðsögunnar. Önnur saga er til um utanlandsreisur þeirra hjóna. Fengu þau stór veður og rak til Orkneyja. Komu þá að þeim enskir sjóræningjar, tóku þau öll og fluttu til Skotlands. En er það spurði Kristján I. Danakonungur, lét hann leysa þau út, og héldu þau síðan til Danmerkur og fengu góðar viðtökur af konungi. Var Björn íþróttamaður mikill og hið mesta prúðmenni. Gerði konungur hann þá að riddara, og var merki hans hvítabjörn á bláum feldi. Þá gerði kóngur hann og að hirðstjóra yfir öllu Islandi. Þetta segir Esphólín, að væri vorið 1457. Var Björn hirðstjóri til dauðadags 1467. Á þessum tímum verzluðu Englendingar hér og höfðu oft í frammi ójöfnuð. Þeir neituðu að greiða skatta og tolla hirðstjóranum, og hafði Danakon- ungur einkum falið Birni Þorleifssyni að hafa eft- irlit með þessu. Af því óvingaðist hann brátt við kaupmenn. Eitt sinn lágu mörg ensk skip hér við land, 8 á Rifi á Snæfellsnesi, 4 i Hafnarfirði og 2 19. JÚNl 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.