19. júní


19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 15
Kænska konunnar er söm við sig frá öld til aldar og þó síbreytileg eftir því hvernig hjól tímans hverfist. Tvískipti maður, hálfur í veröld sem var með traust við vald þitt bundið. Hálfur í veröld sem er, sem hefur til sýndar en ekki reyndar hlekkjum af konunni hrundið. Þú hugðir að ég, kona tuttugustu aldar, gengi til lofnarleiks með sama hugarfari og þú. Og þó eigi hinu sama svo tvískiptur ertu, hálfur í steinöld, hálfur i atomöld. Hvers virði er karlmanninum lífið án veiðar og villibráðar? Sigurvegari þú, hin sigraða ég. Það skyldi lögmál leiksins. Þér skjátlaðist, ljúfurinn, er þú hugðir þig sterkastan varstu veikastur. Þú, veiðimaður varst veiddur í möskva ósýnilegs nets. 0, einfeldningur minn, svo vel duldi ég sigurhrós mitt, að eigi grunaði þig að örlög þín væru ráðin, vald þitt brotið, er þú hugðist drottna yfir mér með karlmannlegum þrótti þínum og værir í sjálfsvald sett hvenær þú yfirgæfir rjóðrið góða og héldir leiðar þinnar — einn. Ég hefti eigi för þína, slíkt hefði verið óráð hið mesta, en ég hélt í humátt á eftir þér, lokkaði og laðaði, hamraði járnið, hitaði þér í hamsi, var félagi þinn á dagfundum, ástmey þín hverja nótt, er ég fékk þig í faðm mér tælt. Heldurðu að ég skilji ekki til fulls hvernig þú reynir, að smjúga frá mér, kalt en kurteislega? Hversu vel þú gætir tungu þinnar, að í engu þinna orða felist heit. En hvílik er ekki einnig varúð mín, aðgát og dirfska vegast á á vandlega stilltum vogarskálum. Ég flýti mér hægt, ofurhægt, en flýta mér verð ég þó, áður en önnur hind, gullinhyrnd, lokkar þig og laðar til nýs rjóðurs. Engu sinni hefur það brugðizt að ég væri þér gjöful og góð. Því hefur sérhver samverustund okkar treyst virkið, sem ég hef hlaðið um þig til varnar gegn hindunum, gullinhyrndu, sem mæna til þín fyrir utan og biða sinnar stundar. En það verður mín stund, en ekki þeirra, sem kemur. 19. JtJNf 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.