19. júní


19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 12

19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 12
1 framkvæmd hefur launajafnrétti rikt nokkru víðar en lögskylt hefur verið, t. d. hjá Reykja- víkurbæ. Enn fremur hefur því allvíða verið náð með kjarasamningum milli einstakra stéttarfélaga og vinnuveitenda. Hefur þó sú leið oft reynzt taf- söm og torfarin. Því var það nú í vor, að lögfest var, hvenær launajafnrétti skyldi í síðasta lagi náð á íslandi og hvernig þvi skyldi náð, ef ekki hefði verið sam- ið um aðra leið, hagstæðari konum. Skal nú rakið efni hinna nýju laga og nokkuð reifuð þau ákvæði þeirra, sem deilur vöktu á þing- inu. T fyrstu og annarri grein laganna er kveðið svo á, að á árunum 1962—1967 skuli hækka laun kvenna í almennri verkakvennavinnu, verksmiðju- vinnu og verzlunar- og skrifstofuvinnu til sam- ræmis við laun karla fyrir sömu störf. Skal það gert með þvi að hækka laun kvennanna sem nem- ur Ys hluta mismunarins á kvenna -og karlakaupi í þeirri starfsgrein, sem um er að ræða, hinn 1. janúar 1962 og síðan um sömu upphæð eða launa- muninn „deildan með fjölda þeirra hækkana, sem eftir eru,“ eins og segir i lögunum, unz bilið er að fullu brúað í ársbyrjun 1967. Þriðja grein laganna segir, að hin árlega launa- hækkun skuli ákveðin af þriggja manna nefnd, einum skipuðum af félagsdómi, einum af Alþýðu- sambandi íslands og einum af Vinnuveitendasam- bandi íslands. Munu ákvarðanir nefndarinnar verða fullnaðarákvarðanir og ekki skotið til dóm- stóla. I fjórðu grein er nánar markað verksvið nefndarinnar. Að undangenginni umsókn stéttar- félags tekur hún ákvörðun um launahækkunina i samræmi við fyrstu og aðra grein laganna. Leiðir af þessu, að til kasta nefndarinnar kemur að skera úr ágreiningi, sem rísa kann út af skilningi á lög- unum, eins og hvað séu sömu störf karla og kvenna og fleira. Siðari málsgrein fjórðu greinar er svo- hljóðandi: „Stéttarfélögum er heimilt í stað þess að láta launajafnaðarnefnd ákvarða launahækkun að semja um hækkunina við vinnuveitendur, enda staðfesti nefndin slíka samninga.“ Fram skal tek- ið, að hér er aðeins átt við samninga, sem miða að því að minnka bilið milli kvennakaups og karl- mannakaups i viðkomandi starfsgrein, ekki ann- ars konar kjarasamninga. Tilgangurinn er, að nefndin tryggi, að hækkunin samkvæmt samningi sé eigi minni en lögin ætlast til. I,oks er svo lagagrein, sem tekur það sérstak- lega fram, að lög þessi skerði ekki á nokkurn hátt rétt stéttarfélaganna til að semja um það við vinnuveitendur, að launajöfnuði skuli náð á skemmri tima en lögin mæla fyrir um. Alþingismenn voru ekki sammála um afgreiðslu frumvarps þess, sem samþykkt var að lokum sem lög. Frumvarpið var flutt af þingmönnum úr Al- þýðuflokknum, og tókst samkomulag milli Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins um afgreiðslu þess. Stjórnarandstöðuflokkarnir töldu í málflutningi sínum, að frumvarpið gengi of skammt. Þingmenn þessara flokka báru fram ýmsar breytingartillögur af því tilefni, og skömmu eftir að frumvarpið var lagt fram á s. 1. hausti, lögðu þingmenn úr Alþýðu- bandalaginu fram annað frumvarp, þar sem sagði, að frá ársbyrjun 1961 skyldi konum og körlum greidd sömu laun fyrir sömu störf. Ekki er tiltækilegt að telja hér ýmis þau atriði, sem þó gætu í sjálfu sér verið fróðleg og fram komu í deilunum um þessi mál á þinginu. Hins vegar er ástæða til að rekja nokkuð þau efnisrök, sem að mati greinarhöfundar mæla sterklega með þeirri leið, sem farin var. Kaup kvenna mun nú vera rösklega 23% lægra að meðaltali en kaup karla i þeim starfsgreinum, sem að ofan getur. Málið allt er flóknara og kostnaðarsamara en svo, að það verði leyst með ákvörðun um alla breytinguna í einni svipan. Það hefur sagan sýnt okkur. Það er þýðingarlaust að loka augunum fyr- ir þvi, að atvinnuvegir okkar hafa takmarkað greiðsluþol og þessi hækkun til hinna fjölmennu starfsstétta, sem lögin fjalla um, hlýtur að kosta geysifé. Það segir sig sjálft, að slik ráðstöfun, gerð i einu vetfangi, gæti haft þá hættu í för með sér, að einhverjar konur kynnu að missa atvinnu sína eða gengið væri fram hjá konum við ráðningar. M. ö. o. upp kynnu að rísa örðugleikar, sem orðið gætu konum til tjóns. Sú lausn, sem lögfest hef- ur verið, hefur því augljósa kosti. Með henni er atvinnuvegunum gefið tóm til að semja sig að hin- um nýju breytingum. Orsök þess, að taldar eru upp i lögunum vissar starfsstéttir, sem hækkunin skuli ná til, er sú, að í þeim greinum höfðu ekki náðst heildarkjara- samningar um launajafnrétti. Spyrja mætti, hvort ekki kæmu aðrar stéttir til álita. Því er til að svara, að viða er launajafnrétti þegar ákveðið og nýrra laga ]wí ekki þörf. Konur, sem falla kynnu utan hinnar beinu upptalningar í lögunum og nytu 19. JÚNl 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.