19. júní


19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 39
ÚR ANNÁLUM Flestir eru þeirrar skoðunar, að annálar séu þurr lesning og lítt skemmtileg. En hin knappa frá- sögn þeirra býr oft yfir miklu. Þótt brugðið sé aðeins upp leiftursnöggum svipmyndum. spegla þær oft betur líf manna og hugsunarhátt en langar frásagnir. Annó 1436, Vatnsfjarðarannáll elzti, III, 1: Deyði Loptur riki Guttormsson og Ingibjörg hús- frú hans á Möðruvöllum. Var mikið skáld, og átti 80 stórgarða, en dó í slæmu koti. Hann átti eptir 4 börn: Þorvarð og Eirík, Ólöfu og Sophiu, sem giftist Árna Þorleifssyni, en Ólöf Birni rika, bróð- ur hans. Hér með átti hann 3 sonu laungenta: Orm, Skúla, Sumarliða, hverjum hann gaf 9 hndr. hndr. í löggjafir. Kristín Oddsdóttir var þeirra móðir, sem Loptur helt við, að konu sinni lifandi, Ingibjörgu Pálsdóttur, orti um Kristínu Háttalykil hinn dýra. Ingibjörg kona hans andaðist á sama ári. Annó 1484, Vatnsfjarðarannáll elzti. III, 1: Deyði hústrú Ólöf Loptsdóttir úr sótt. (Hún mun hafa andazt 1479, en ekki 1484). Þá kom það mikla veður, sem kallað var Ólufarbylur; hrundu kirkj- ur og hús víða. Brotnuðu 50 skip við England. Hún var grafin í kór á Skarði. Annó 1653, Seiluannáll, I, 3: Drukknun 9 manna á Eyrarbakka; það skip átti Rannveig Jóns- dóttir Björnssonar Jónssonar bistups Arasonar. Voru þar á hennar heimili (þ. e. Háeyri) 20 börn föðurlaus. Annó 1656, Viðauki Vatnsfjarðarannáls, III, 1: Flúði Þuríður dóttir Jóns, er brenndur var fyrir galdraáburð Erlends Ormssonar. Annó 1656, Ballarárannáll, III, 2: Þá voru brenndir 2 feðgar í Skutulsfirði fyrir galdur. Séra Jón Magnússon prestur á E)rri varð plágaður af þeirra galdri allan veturinn og vorið, bæði fyrir brennuna og eptir, og margir urðu þar varir við. Annó 1684, Mælifellsannáll, I, 5: Fimm mann- eskjur voru þá til lífláts dæmdar á alþingi, 4 af þeim réttaðar.......Fjórða manneskjan var kona af Vestfjörðum; átti barn við þeim manni, sem var bróðir hennar fyrra barnsföður. En maðurinn, sem þá hafði dauðadóm fengið var sú fimmta; slapp hann úr járnum þar á þinginu. Annó 1686, Eyrarannáll, III, 3: Kom Jón Hreggviðsson úr Danmörk, er áður slapp úr járn- um á Bessastöðum, með 2 kongsbréf: 1) að kon- ungur gefi honum landsvist og frelsi frá því máli; 2) að hann skuli sína egtakvinnu aptur taka til hjúskapar. Annó 1686, Vallaannáll, I, 4: Jón Hreggviðsson, er fyrir 2 árum hafði dæmdur verið óbótamaður, kom út þetta sumar, fór til þings og birti 2 kongs- bréf, í hverjum kongurinn hafði gefið honum frí- un og frelsi að fara aptur til íslands með þeim skil- daga, að svo framt hann vildi halda máli sínu undir lög, skyldi hann vera til staðar fyrir þeim dómi og skyldugur að þola það honum væri með lögum í hendur sagt. Lofaði hann fógetanum og herra Sigurði lögmanni með handsali að umgang- ast upp þaðan friðsamlega við alla menn hér á landi, og engan áreita að fyrra bragði til orða eður verka. Annó 1687, Eyrarannáll, III, 3: Sendi kóngl. Majest. sína galíótu hingað til Bessastaða að við- vara alla Islands kaupmenn við tyrkneskum sjó- reyfurum og að öll íslandsför skyldu mæta og saman koma í Hafnarfirði, hvar kongsins stríðs- skip skyldi þeim mæta, þeim heim að fylgja. Annó 1692, Vallaannáll, I, 4: Amtmaður og fó- geti riðu snemma um vorið norður til Bæjar við Hrútafjörð og konur þeirra, og voru þar að kaup- öli Laurits Hanssonar Skefving (ritað svo í A.) og Þórunnar Þorleifsdóttur lögmanns Kortssonar; riðu siðan suður aptur. Brúðkaup þeirra Laurits og Þórunnar var lialdið að Bessatöðum 19. Junii. 4. sunnudag eptir trinitatis, allt til miðvikudags. Þar var margt góðra manna, innlendra og út- lendra, og allvel veitt. Annó 1696, Grímsstaðaannáll, III, 5: Andaðist á Möðruvalaklaustri Þórunn Þorleifsdóttir kona Lárusar Hanssonar Scheving sýslumanns og klaust- urhaldara guðhrædd og gestrisin. Annó 1709, Vallaannáll, I, 5: Árni Magnússon reið hvergi til konungserinda, sem áður, og bjóst alfarið af landinu. Hafði hann gipt sig áður um veturinn í Kaupenhafn ekkju ríkri og roskinni etc. 19. JÚNl 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.