19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 39
ÚR ANNÁLUM
Flestir eru þeirrar skoðunar, að annálar séu þurr lesning og lítt skemmtileg. En hin knappa frá-
sögn þeirra býr oft yfir miklu. Þótt brugðið sé aðeins upp leiftursnöggum svipmyndum. spegla þær oft
betur líf manna og hugsunarhátt en langar frásagnir.
Annó 1436, Vatnsfjarðarannáll elzti, III, 1:
Deyði Loptur riki Guttormsson og Ingibjörg hús-
frú hans á Möðruvöllum. Var mikið skáld, og átti
80 stórgarða, en dó í slæmu koti. Hann átti eptir
4 börn: Þorvarð og Eirík, Ólöfu og Sophiu, sem
giftist Árna Þorleifssyni, en Ólöf Birni rika, bróð-
ur hans. Hér með átti hann 3 sonu laungenta:
Orm, Skúla, Sumarliða, hverjum hann gaf 9 hndr.
hndr. í löggjafir. Kristín Oddsdóttir var þeirra
móðir, sem Loptur helt við, að konu sinni lifandi,
Ingibjörgu Pálsdóttur, orti um Kristínu Háttalykil
hinn dýra. Ingibjörg kona hans andaðist á sama
ári.
Annó 1484, Vatnsfjarðarannáll elzti. III, 1:
Deyði hústrú Ólöf Loptsdóttir úr sótt. (Hún mun
hafa andazt 1479, en ekki 1484). Þá kom það mikla
veður, sem kallað var Ólufarbylur; hrundu kirkj-
ur og hús víða. Brotnuðu 50 skip við England.
Hún var grafin í kór á Skarði.
Annó 1653, Seiluannáll, I, 3: Drukknun 9
manna á Eyrarbakka; það skip átti Rannveig Jóns-
dóttir Björnssonar Jónssonar bistups Arasonar.
Voru þar á hennar heimili (þ. e. Háeyri) 20 börn
föðurlaus.
Annó 1656, Viðauki Vatnsfjarðarannáls, III, 1:
Flúði Þuríður dóttir Jóns, er brenndur var fyrir
galdraáburð Erlends Ormssonar.
Annó 1656, Ballarárannáll, III, 2: Þá voru
brenndir 2 feðgar í Skutulsfirði fyrir galdur. Séra
Jón Magnússon prestur á E)rri varð plágaður af
þeirra galdri allan veturinn og vorið, bæði fyrir
brennuna og eptir, og margir urðu þar varir við.
Annó 1684, Mælifellsannáll, I, 5: Fimm mann-
eskjur voru þá til lífláts dæmdar á alþingi, 4 af
þeim réttaðar.......Fjórða manneskjan var kona
af Vestfjörðum; átti barn við þeim manni, sem var
bróðir hennar fyrra barnsföður. En maðurinn, sem
þá hafði dauðadóm fengið var sú fimmta; slapp
hann úr járnum þar á þinginu.
Annó 1686, Eyrarannáll, III, 3: Kom Jón
Hreggviðsson úr Danmörk, er áður slapp úr járn-
um á Bessastöðum, með 2 kongsbréf: 1) að kon-
ungur gefi honum landsvist og frelsi frá því máli;
2) að hann skuli sína egtakvinnu aptur taka til
hjúskapar.
Annó 1686, Vallaannáll, I, 4: Jón Hreggviðsson,
er fyrir 2 árum hafði dæmdur verið óbótamaður,
kom út þetta sumar, fór til þings og birti 2 kongs-
bréf, í hverjum kongurinn hafði gefið honum frí-
un og frelsi að fara aptur til íslands með þeim skil-
daga, að svo framt hann vildi halda máli sínu
undir lög, skyldi hann vera til staðar fyrir þeim
dómi og skyldugur að þola það honum væri með
lögum í hendur sagt. Lofaði hann fógetanum og
herra Sigurði lögmanni með handsali að umgang-
ast upp þaðan friðsamlega við alla menn hér á
landi, og engan áreita að fyrra bragði til orða
eður verka.
Annó 1687, Eyrarannáll, III, 3: Sendi kóngl.
Majest. sína galíótu hingað til Bessastaða að við-
vara alla Islands kaupmenn við tyrkneskum sjó-
reyfurum og að öll íslandsför skyldu mæta og
saman koma í Hafnarfirði, hvar kongsins stríðs-
skip skyldi þeim mæta, þeim heim að fylgja.
Annó 1692, Vallaannáll, I, 4: Amtmaður og fó-
geti riðu snemma um vorið norður til Bæjar við
Hrútafjörð og konur þeirra, og voru þar að kaup-
öli Laurits Hanssonar Skefving (ritað svo í A.)
og Þórunnar Þorleifsdóttur lögmanns Kortssonar;
riðu siðan suður aptur. Brúðkaup þeirra Laurits
og Þórunnar var lialdið að Bessatöðum 19. Junii.
4. sunnudag eptir trinitatis, allt til miðvikudags.
Þar var margt góðra manna, innlendra og út-
lendra, og allvel veitt.
Annó 1696, Grímsstaðaannáll, III, 5: Andaðist
á Möðruvalaklaustri Þórunn Þorleifsdóttir kona
Lárusar Hanssonar Scheving sýslumanns og klaust-
urhaldara guðhrædd og gestrisin.
Annó 1709, Vallaannáll, I, 5: Árni Magnússon
reið hvergi til konungserinda, sem áður, og bjóst
alfarið af landinu. Hafði hann gipt sig áður um
veturinn í Kaupenhafn ekkju ríkri og roskinni etc.
19. JÚNl
37