19. júní


19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 11
Tvenn lög um hag kvenna Síðasta Alþingi sat á rökstólum frá því i októ- ber á síðastliðnu ári þar til í marzlok á nýliðn- um vetri. Eins og að vanda lætur, voru þar á döfinni ýmis mál, sem varða hag kvenna. Vert er að geta hér nokkurra að aðalefni og halda sér við þau, sem tekið hafa lagagildi. Ber þar hæst lög, sem fjalla um breytingu á lögum um fjármál hjóna og lög um launajöfnuð kvenna og karla að ógleymdri breytingu á lögum um almannatryggingar, sem fólgin er í afnámi hinna svokölluðu skerðingar- ákvæða þeirra laga. Lögin um launajafnrétti kveða svo á, að því, sem nú vantar á fullt launajafnrétti kvenna og karla, skuli komið á i áföngum á árunum 1962 —1967, nema samið sé um fullt launajafnrétti fyrr. Aðdragandinn að því máli skal hér rakinn stutt- lega, að svo miklu leyti sem hann hefur markazt af samþykktum Alþingis. Á Alþingi 1953 kom fram tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jöfn laun kvenna og karla. Tillögugreinin hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að beita sér fyrir því, að samþykkt alþjóðavinnumála- stofnunarinnar um jöfn laun karla og kvenna verði staðfest að því er varðar Island. Tafnframt undir- búi ríkisstjórnin nauðsynlegar ráðstafanir, til þess að samþykktin komist í framkvæmd.11 I greinar- gerð þessarar tillögu sagði m. a.: „Eins og kunnugt er, hefur ísland um skeið verið aðili að Alþjóða- vinnumálastofnuninni, en á þingum hennar hefur jafnrétti karla og kvenna í launamálum verið rætt og gerðar um það ályktanir. Með samþykkt, sem gerð var á þingi stofnunarinnar árið 1951, var lagt til við aðildarríkin, að þau tryggðu það, að reglan um jöfn laun kvenna og karla fyrir jafn- verðmæt störf komi til framkvæmda hjá þeim og taki til alls starfsfólks.“ I meðförum Alþingis var þingsályktunartillög- unni breytt nokkuð vegna skýrslu, sem nefnd þeirri, er um málið fjallaði í þinginu, hafði borizt frá félagsmálaráðuneytinu. I þeirri skýrslu sagði svo m. a.: „Samkvæmt samþykktinni sjálfri er ekk- ert þvi til fyrirstöðu, að hún sé fullgilt, án þess að ákvæðum hennar sé fullnægt á þeim tíma, er fullgilding fer fram, en þá er hlutaðeigandi skuld- bundinn til að bæta úr því innan árs, frá því að fullgildingin var skráð. Almennt fylgja þó menn- ingarriki þeirri reglu að koma málurn sínum fyrst í það horf, sem hlutaðeigandi samþykkt krefst, og fullgilda síðan samþykktina, enda er það með þeim hætti öruggast, að farið verði eftir samþykkt- inni og ríkið geti staðið fyllilega við sinar skuld- bindingar.“ Samkvæmt þessu var tillögunni breytt i það horf, að Alþingi ályktaði, að gerðar skyldu ráðstafanir til að undirbúa, að ákvæði þessarar alþjóðasamþykktar gætu komið til framkvæmda hér á landi. Næsta skrefið, sem Alþingi steig í þessu máli, var samþykkt lagafrumvarps um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna árið 1954. I því var ber- um orðum mælt svo fyrir, að konur og karlar hefðu jafnan rétt til opinberra starfa og til sömu launa fyrir sömu störf. Þetta var stærsti áfangi, sem náð hafði verið með lagasetningu um þessi mál. Hafði þetta áhrif langt út fyrir sjálft gildis- svið laganna. Árið 1957 gerðist það á Alþingi, að ríkisstjónnn bar fram þingsályktunartillögu urn, að Alþingi heimilaði henni að staðfesta samþykkt Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar um jöfn laun kvenna og karla. Var sú tillaga samþykkt ásamt þeirri við- bót, að Alþingi skoi'aði jafnframt á ríkisstjórnina að gera hið fyrsta ráðstafanir til þess, að samþykkt- in kæmist i framkvæmd hér á landi. 1 alþjóða- samþykktinni sjálfri er bent á lagasetningu eða kjarasamninga, sem hugsanlega leiðir að því marki. Þessar ráðstafanir voru þó ekki gerðar, og ári síðar gerði Alþingi enn ályktun í málinu og nú um að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að at- huga, að hve miklu leyti konum og körlum væru greidd sömu laun fyrir jafnverðmæta vinnu. Skyldi nefndin gera tillögur um ráðstafanir til að tryggja fullkomið launajafnrétti. Nefnd þessi hefur ekki skilað áliti. 19. JtJNl 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.