19. júní


19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 31
inni yfirleitt eða aðeins óþekkt hér, af því að við höfum verið á eftir tímanum í þessum efnum?“ „Það má rekja langt aftur í fornbókmenntir, að menn gerðu sér grein fyrir sjúkdómum í um- hverfi tanna og þörf fyrir lækningu þeirra, en ekki bar á verulega skipulögðum aðgerðum fyrr en á 19. og 20. öldinni, og ekki var hafin kennsla í háskólum fyrr en fyrir 15 árum.“ „Þér stunduðuð námið í Bandaríkjunum, er ekki svo?“ „Jú, við Tufts University í Boston, sem nýtur álits sem einn bezti skólinn i þessum fræðum og stendur fyrir sitt leyti jafnfætis Harward.11 „1 hvaða landi álítið þér fullkomnastan skóla í þessari grein?“ „1 Ameríku eru þeir komnir lengst. Þar er hægt vegna ágætrar skipulagningar og nýtingar skóla- timans að taka sérnámið á námskeiðum. Náms- tíminn er eitt ár fyrir venjulegar lækningar og 2 ár, ef viðkomandi ætlar að kenna við háskóla. Norðmenn eru komnir vel á veg í þessari grein, en ég hef grun um, að námstilhögun þar sé mun óhagkvæmari og taki lengri tima. Um Sviþjóð er mér ekki kunnugt. t Danmörku er sem stendur aðeins einn læknir í þessu fagi, sem ég veit um.“ „Álítið þér, að þetta starf henti konum jafnt sem körlum?" „Já, það er ég sannfærð um. Sem dæmi um það má nefna, að færustu sérfræðingar í þessari grein i Bandarikjunum eru konur. Starfið krefst svo mikillar nákvæmni og natni og reynir auk þess ótrúlega mikið á þolinmæði og þrautseigju, og þessa eiginleika hafa konur engu síður en karl- menn. Ef ekki er unnið af ítrustu samvizkusemi, grær tannholdið ekki eftir aðgerðina.“ „Mundi ekki vera þörf fleiri lækna í þessu fagi hér á landi?“ „Ég hlýt eindregið að líta svo á, þar sem ég get engan veginn annað þeim beiðnum, sem mér berast nema með löngum biðtima. Við þyrftum að fá fleiri lækna í þetta starf sem allra fyrst. Þörfin er miklu meiri en almenningur gerir sér grein fyrir. Það þarf engu síður að viðhalda heil- brigði munnsins í heild, eins og að láta sér annt um viðhald tannanna, sem koma aðeins að gagni, ef festing þeirra og næring er viðunandi.“ K. S. Viðskiptafræðingur. Frú María Sigurðardóttir er fyrsti kvenviðskipta- fræðingur, sem lýkur prófi við Háskóla Islands. Það var 1953. Eftir það fékk hún styrk frá Rotary Foundation og stundaði framhaldsnám um eins árs skeið í Heidelberg í Þýzkalandi. „Hvað var það helzt, sem olli því, að þér völd- uð þessa námsgrein öðrum fremur?“ „Líklega fyrst og fremst, hve námið er stutt, aðeins 4 ár, og þess vegna hentugt með það fyrir augum að geta sem fyrst komizt út í atvinnulifið og farið að sjá árangur margra ára náms. Auk þess hafði ég kynnt mér, að atvinnuhorfur væru góðar að loknu námi.“ „Teljið þér, að fleiri stúlkum, sem á annað borð stunda háskólanám, væri ráðlegt að leggja fyrir sig viðskiptafræði í þeirri von að njóta góðra launa- kjara?“ „Já, hiklaust. I3að er mikil og vaxandi eftir- spum eftir viðskiptafræðingum við hinar ýmsu atvinnugreinar, og þeir hafa sömu laun við sam- bærileg störf, hvort sem um karl eða konu er að ræða. Einnig er það mikill kostur, að hægt er að ljúka náminu hér á landi.“ „Munduð þér segja, að þetta væri nám og starf við hæfi kvenna?“ „Ég álít þetta nám vera allt eins vel við hæfi kvenna sem karla. Það er 2 ámm styttra en lög- fræðinám, sem virðist einnig samrýmast mætavel kvenlegum eiginleikum. Að námið er stutt, er vitaskuld mikið fjárhags- atriði fyrir stúlkur. Meðan ekki er komið á full- komið launajafnrétti, má segja, að á brattann sé 19. JtJNf 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.