Sameiningin - 01.03.1886, Page 16
herflokkum sínum (Kaldeumönnum) varð hirtingarvöndr á hinn
þverbrotna lýð. A það er ekkert vikið í þessari lexíu, hverja
]?ýðing eyðilegging hinnar helgu borgar hafði frá guðlegu sjón-
armiði. Á yfirborðinu sést að eins það, að tvær þjóðir eru að
berjast, og hin sterkari ber eðlilega hærra hluta. En þeim, sem
kunnug er öll sagan á undan, er auðsætt, að ósýnileg réttlæt-
ishönd er á bak við hinn œgilega atburð. “það, sem maðrinn
sáir, það mun hann og upp skera” (Gal. 6, 7). Spámenn drottins
í Israel liiifðu í rneira en tvö hundruð ár boðað lýðnum, hvað
hann inyndi yfir sig leiða með syndum sínum, og það rœtist
nú. Gleymdu því ekki, maðr, að réttlátr og heilagr guð ræðr.
Gættu að teiknum tímanna; gættu að guðs orði, og láttu
ekki straum óguðlegs aldarháttar fara með þig út í eyðilegg-
ing og opinn dauða.
Nálægt 20 árum áðr en Jerúsalem var brotin niðr on' að-
o o
al-herleiðingin til Babylonar fór fram brauzt Nebúkadnesar
eftir unninn sigr á konungi Egyptalands inn í Júdaríki,’sem
þá var Egyptakonungi háð, settist um Jerúsalem og náði
henni á vald sitt. þó lét hann konunginn þar, Jójakim, halda
ríki sínu að nafninu, en hins vegar flutti hann all-mörg ung
göfugmenni Israelsmanna austr til hinnar heiðnu heimsborgar
Babylonar í því skyni að gjöra þá að hirðmönnum sínum. I
tölu þessara ungu tignu manna var Daníel. ]»eir voru settir
til mennta. þeim var sýndr mesti sómi. En tilgangrinn var að
drepa þjóðernis-tilfinninguna og þá um leið þjóðtrú ísraels í
hjörtum þeirra, þetta var hið mesta stjórnkœnskubragð af
Nebúkadnesar. það á að gjöra þá Daníel að ekta Kaldeum.
I því skyni er nöfnum þeirra breytt og skipað, að veita þeiin
daglega af hinum konunglegu kræsingum. En bragðið bar ekki
hinn tilætlaða ávöxt. Frá þe.ssu er sagt í hinni 5. lexíu. Daníel
sá freistinguna og hélt sér frá kræsingunum og vínnautninni.
Samvizka lians sagði nei, og svo spyr hann ekki að því, livað
holdi og blóði þykir bezt. Hann minnir mann í þessum sporum
lífs síns á Jósef í húsi Potífars forðum. það var augsýnilegt,
að hef'ði Jósef þá hlýtt rödd freistarans, þá hefði hann syndg-
að. En það, sem Daníel var freistaðr til, gat álitizt að vera eng-
in synd, hefði ekki verið nein synd, ef öðru vísi hefði staðið á.
Daníel var nærri barn að aldri. Hann er kominn til annar-
legrar þjóðar, fjarri ættjörðu sinni. Allt er nýtt umhvertis hann ;