Sameiningin - 01.03.1886, Page 17
sumt er gott, sumt er illt, en allt er þaft' girnilegt. Hann gat
tekið á móti hinni babylonsku menntan og þó veriö guöi feðra
sinnatrúr, en hann gat ekki tekið þátt í liinu babylonska mun-
aðarlífi án þess aö falla frá hinum lifanda guöi. þetta er það, sem
ungir menn og aörir af fólki voru innan um hinn innlenda lands-
lýð hér þurfa endilega að muna. Menn mega eklci aðhyllast
ullt, sem innlendum mönnum hér þykir sjálfsagt, og menn
mega ekki neinu því sleppa, sem er gott og guði þóknanlegt í
sínum föðurarti. “Auðlærð er ill danska ” er sannr málsháttr á
Islandi. En líka—“auðlærð er ill ameríkanska ” þjóð vorri í
þessu landi.
6. lexían segir frá því, er hinum þrem vinum og löndum
Daníels er varpað í hinn brennanda eldofn fyrir það að þeir feng-
ust eigi til að veita gull-líkneski Nebúkadnesars konungs tilbeiðslu
og hvernig drottinn varðveitti þá í þessum ógrlega voða. Esajas
hafði boðað hinum trúuðu í ísrael í drottins nafni meira en heilli
öld áðr : “þó þú gangir í gegn um eldinn, þá skaltu ekki brenna
og loginn skal eigi granda þér ” (Esaj. 43, 2). A hinn bóginn er í
spádómsbók Jeremíasar (29, 22) getið tveggja óguðlegra ísraels-
manna, sem lconungrinn í Babýlon hafi látið steikja á eldi.—Eld-
raunir eru enn búnar guðsbörnum hvar sem vera skal, þó að hinn
brennanda ofn Nebúkadnesars sé ekki að óttast. Og eldraun
trúarinnar er ekki minnst, þegar gull-Mkneski heimsins er í aug-
sýn og heimtar tilbeiðslu. Hvað er ekki gjört fyrir peninga ?
“þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru o. s. frv.,
því ágirndin er rót alls ills ” (1. Tím. G, 9). Eldraun mótlætisins
er til, en það er líka til eldraun meðlætisins. Hvað er það, sem
hjálpar manni til að komast ósködduðum út úr hvorri tveggja þess-
ara eldrauna ? Hvað annað en trú á hinn lifanda cmð, trú á hinn
almáttka frelsara ?—“Hiæðizt ekki þá, sem líkamann deyða, en
geta ekki líflátið sálina ”, segir Jesiis ; “hræðizt heldr þann, sem
vald hefir til að tortýna bæði sálu og líkama í helvíti ” (Matt. 10,
28).—“Fremr ber að hlýða guði en mönnum ” (Pg. 5, 29).—“þó
eg ætti að ganga um dauðans skuggadal, skyldi eg samt enga
ógæfu hræðast, því þú ert með mér ”, segir guðsbarnið með
Ilavíð (Sálm. 23, 4) á hinni hörðu og dimmu tíð. “Eg veit minn
ljúfr lifir lausnarinn himnum á ” o. s. frv. syngr öll hin íslenzka
kristni við gröfina.
Hin 7. lexía leiðir oss inn í höll Babylonar-konungs kvöld-