Sameiningin - 01.04.1886, Blaðsíða 8
—24-
ar, sem fjandmenn Gyðinga sendu kærur gegn Gyðingum, í því
skyni að þeim yröi bannað að endrreisa Jerúsalem, eins og
Sýrus hafði þó lejrft og boðið. Hinn fyr nefndi þessara kon-
konunga (Ahasverus) hlýtr að vera Kambyses ; hinn síðar nefndi
(Artaxerxes) Gómates. Xenofon, sagnfrœðingrinn griski, kall-
ar bróður Kambysess Tanyoxares, þ. e.: Oxares hinn yngra,
og virðist af því mega álykta, að Oxares hinn eldri hati verið
Kambyses. En Oxares eða Axares er ekki annað en grisk
mynd af Ahasverus eða hinu persneska frumnafni, sem svo
heitir á liebresku. I síðasta versi síðasta kapítula Tobías-bók-
ar, sem er ein af apokryfisku bókunum svo kölluðu, segir, að
Ninive hafi unnin verið af Nebúlcadnesar oo' Ahasverus. Sá
o
Ahasverus, sem hér er nefndr, var vitanlega hinn medverski
konungr Kyaxares, faðir Astyagess, móðurföður Sýrusar, sem í
sambandi við Babylonarlconung tók Ninive. Nafnið Kyaxares
er ekki annað en nafnið Axares með atkvæðinu KY eða KÆ
framan við, er í ýmsum myndum var sett á undan nafni kon-
unganna af þessari ætt, til að tákna uppruna þeirra. (þannig
nafn Sýrusar á persnesku: Kœ Kosrú, eins og áðr er sagt;
„Sam“. nr. 1, bls. 9). Orðiö persneska, sem Ahasverus og Axares
er komið af, er lcsjersje; það er ksjatra á Sanskrít,
forn-tungu Iiida, og merkir þar: konungr. Xerxes sýnist þá
ekki vera annað en þetta persneska orð nærri því óbreytt, og
sama er um Artaxerxos að segja, nema að þar er viðbót fram-
an við, sem vér eigi vitum hvernig á stendr eða hvað á að
tákna ; en það gjörir lítið til. því nú er sýnt, að Ahasverus,
Axares, Kyaxares, Xerxes og Artaxerxes er allt sama nafnið,
og þá er ekki lengr neitt undarlegt, þótt biblíunöfnin á ýms-
uin þessara Persalconunga sýnist við fyrsta álit að koma illa
heim við hin alþekktu grisku nöfn þeirra.—Yaldaræninginn
Góinates lielir eflausj. tekið sér liið almenna konungsnafn Persa,
og því er hann nefndr Artaxerxes í Esr. 4, 7.—Ahasverus,
sem nefndr er í Estersbók, og sem tók sér Gyðinga-stúlku þá,
er sú bók er kennd við, íyrir drottning, er vafalaust Xerxes.
Skapferli þessa konungs, eins og það kemr frarn í Estersbók,
er alveg samhljóða því, sem sagnarit Grikkja segja um hann,
t. a. m. því, að hann hafí hýtt sjóinn til að hefna sín á honuin
fyrir það, að herskipafloti hans týndist, látið lífláta þá, er smíð-
að höfðu skipabrúna á Hellespont, af því að stormr braut hana,
o. s. frv. það var viðlíka harðstjóra-heimska að reka drottning