Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1886, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.04.1886, Blaðsíða 16
—32- t Svíþjóð eru til lög um réttindi þeirra, sem eru utan ríkiskirkjunnar lútersku, eitthvað ájiekk því, sem alþing ísléndinga var að búa til síðast liðið sumar. Ef sá, er skilja vill við ríkiskirkjuna, eigi getr til nefnt eitthvert ákveðið lögskipaö kirkju- félag, er hann vilji ganga í, er honum meinað að standa utan við söfnuði ríkiskirkj- unnar. Vantrúarmenn, er eigi hafa samvizku til að látast vera sömu trúar og einhver hinna lögskipuðu trúarflokka utan ríkiskirkjunnar (Baptista, Meþodista o. s. frv.), eru neyddir til aö standa í ríkiskirkjunni. “f>ó að sjálfr Anti-Kristrinn kœmi fram í binni sœnsku rfkiskirkju,” segir einn maðr heppilega, “þá væri hann neyddr til að vera meðlimr hennar.” Meö því að hefta trúarfrelsi þeirra, sem ekki eru sömu trúar og ríkiskirkjan, hvort heldr er á Islandi eða í öðrum líkiskirkjulöndum, er trúarfrelsi rikiskirkjunnar sjálfrar heft, Anti-Kristrinn er með því inni byrgðr í kirkjunni og slag- brandr settr í dyrnar, svo hann komist ekki út. það er að grafa sína eigin gröf. Lög alþingis um réttindi utanþjóðkirkjumanna á Islandi, sem minnzt var í s)'n- ishorni “Samein.”, er út kom í Desember, hafa ekki enn náð staðfesting konungs. Urn nýár voru, samkvæmt „Fjajlk.”, 15 prestaköll prestlaus á íslandi.—Arið, sem leið, önduðust jiessir prestar á íslandi: séra Arngrimr Kjarnason, uppgjafapr. að lirjánslœk, séra Ilákon Espólín, uppgjafapr. að Kolfreyjustað, séra Jón J>órðarson, próf. að Auðkúlu, séra Lárus þorláksson, próf. á Dyrhólmum, séra Olafr E. Johnsem próf. á Stað á Reykjanesi, og séra Sveinbjörn Guðmundsson, í Ilolti undir Eyjafjöllum. Tala barna og ungmenna á sunnudagaskóla YVinnipeg-safnaðar hefir síðan um nýár til loka Marzmán. verið frá 90 til 112 (tala innritaðra 127). Flokkarnir eru nú II, hver með sínum kennara. Ilinar almennu (i n t e r n at io na I) lexí- ur er þegar farið að inn leiða í skólann. I tveimr flokkum, sem yngstu börnin eru i, er sagt til án þess börnin sé enn fœr til að lesa iexíur sínar. Samskot- um er á hverjum sunnudegi haklið uppi í skólanum, sem síðar meir á að verja til að kaupa bœlcr, uppdrætti af löndum þeirn, sem snerta hina helgu sögu, og önnur sunnudagsskóla-áhöld. Eins og vtða tiðkast í sunnudagsskólum er hverju barni eða ungmenni, sem á skólann kemr, á hverjum sunnudegi útbýtt miða með einhverri stuttri ritningargrein á, sem þau eiga að skila næsta sunnudag á eftir, enda fá þá engan slíkan miða, ef þau kunna ekki greinina á miðanum frá síðasta sunnudegi, eða ef þau yfir höfuð vanrœkja fyrir settar lexíur eða hegða sér illa. f>á er lærisveinn hefir fengiö 9 slíka miða, skilar hann þeim, og fær einn þar til gjörðan heiðrstniða í staðinn. itíT Á 9. bls. „Sam. “, nr. L, stendr, að Artaxerxes „hinn handlangi“ hafi ráð- ið yfir riki Persa „frá 485 til 404“ f. Kr. í staðinn fyrir : frá 464 til 4 2 5. J>essa villu biðjum vér lesendr vora að forláta og leiSrctta. J>að er nú á kveðið, að hinn annar 'ársfunctr hins ev. lút. kirkjufélags Islend- inga í Vestrheimi, sem eins og þegar er almenningi safnaða vorra kunnugt verðr haldinn á Garðar í Dakota, byrji JO. dag JúnlmánaSar næst komanda, og er þetta hér með auglýst söfnuðunum. Winnipeg, 15. Apr. 1886. Jón Bjarnason, JorrnaSr filagsins. “SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi $1.00 árg. ; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins: 190 Jemima Str., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd: Baldvin L. Baldvinsson, Jón Bjarnason (ritstj.), Friðjón Friðriksson og Páll S. Kardal (féhirðir). Prentað hjáMelntyre llros., Winnipeg, af Bergvin Jónssyni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.