Sameiningin - 01.04.1886, Blaðsíða 10
—26—
haldin þanri dag í dag árlega utn allan heim meðal Gyðinga, og
það út af fyrir sig sýnir til fulls, aS atburðrinn, sem hún er hald-
in til minningar um, efnið í Estersbiík, hefir í sannleika átt sér
stað. Orðið PÚRIM er hebreskt fleirtölu orð (í eintölu PÚR) og
þýðir hlutkesti. Hamau kastaði hlut um daginn, sem ákveðinn
var til þess að dauðadómrinn dyndi yfir lýð Gyðinga. Og svo
gáfu Gyðingar hátíðinni, sem síðar var haldin til minningar um
það hvernig þeir frelsuðust frá þeim voða, þetta nafn.—Estersbók
ætti eiginlega að heita Esterarbók á íslenzku, eins og Rutsbók
ætti að heita Rutarbók.
Spádómsbók Malakíasar er eins og kunnugt er seinust allra spá-
uiannabókanna og seinasta rit hinna kanonisku bóka gamla test-
ainentisins; og þó að varla neitt sé með vissu kunnugt um æfi þessa
spámanns, þá er það þó víst, að hann var uppi í Gyðingalandi síð-
ar en Haggaí og Sakarías, að öllum líkindum á síðari landstjórn-
arárum Nehemíasar. Hann refsar í drottins nafni þjóð sinni fyrir
liið sama, sem Nehemías var að berjast á móti, en hann flytr mönn-
um jafnframt fagnaðarboðskapinn um drottin komanda með hjálp-
ræðið þeim til handa, er óttast nafn hans. Nafn spámannsins
merkir : minn sendiboð'i. Er því líklegt, að spámaðrinn með-
fram líti til sjálfs sín, þá er hann í 1. v. 3. kap., upphafi lexíu
vorrar, í nafni guðs segir: „Sjáið, eg sendi minn engil
(sama sem sendiboða), sem greiða skal veginn fyrir mér“.
það er eðlilegt, að hann skoði hinn spámannlega boðskap sinn
undirbúning undir komu drottins til dóms. Annars er „engill
drottins“ oft sama sem drottinn sjálfr. Hins vegar heimfœrir
frelsari vor þennan spádóm upp á Jóhannes skírara (Matt. 11, 10
og 11; 17, 10-13; saman ber líka Matt. 3, 10-12, og Lúk. 1, 17).—
Spádómr Malakíasar er líklega fram fluttr nálægt 115 árum eftir
lausn Gyðinga úr babylonsku útlegðinni, um 420 áruin fyrir
fœðing Krists.
LEXÍURNAR FYRIR LÍFID.
Hin 9. lexía fyrsta árstjórðungs leiðir Nehemías fram fyrir
oss, þá er hann, harmsfullr og grátandi út af fregninni, sem hann
fékk um eymdarhag þjóðar sinnar, snýr sér til guðs biðjandi fyr-
ir henni í hinu bága ástandi hennar. Hagr sjálfs hans við hirð
konungs var liinn bezti, en hann horfði ekki í að sleppa þeirri
þægilegu stöðu, ef hann fengi orlof af konungi til að hverfa til