Sameiningin - 01.04.1886, Blaðsíða 2
vors, alla hópa íslendinga í þessu landi, sem kristnir vilja vera.
þaS minnir oss fljdtt og vel á það, hvað gjöra hefði mátt fyrir
liingu kristilegri kirkju til iífs og tryggingar víðsvegar um
byggðarlög þau í þessu landi, þar sem stœrri eða minni hdpar
Islendinga eiga heima, ef þegar í upphafi liefði verið hugsað
um þarfir ókomna tímans. Nú, það getr verið, og það er líklega
vafalaust, að í flestum byggðarlögum fólks vors hefir á liðinni
tíð talsvert verið hugsað' urn ókomnar kirkjulegar þarfir. En
hugsaninni verðr að fylgja einhver framkvœmd, ef duga skai.
Og það er einmitt þetta, sem hefir vantað. Menn hafa nálega alls
ekkert gjört til að búa í haginn fyrir komandi tíð að því, er snert-
ir kirkju og kristindóm á sínum eigin stöðvum, svo að víðast hvar
þarf nú að byrja frá upphafi, nærri því eins og allt vort fiilk væri
alveg ný-komið að heiman. Auðvitað er það, að íslendingar hafa
all-oft orðið að hrekjast úr einum stað í annan síðan vestr kom.
íslenzkar nýlendr þrifust ekki fyrst í stað, og sumar, eins og sú
í Nýja-Skotlandi, eyddust með öllu. All-margir hafa svo að segja
lengst af „búið í tjöldum", ekki ósvipað Israelsmönnum í ara-
bisku eyðimörkinni forðum. Svo það er ekki nema skiljanlegt,
]>() lítið hafi orðið af framkvæmdum kristilegri kirkju til upp-
byggingar fyrir mörgum meðan svona stóð. Iteglulegir söfnuðir
geta eðlilega ekki komizt á og því síðr haldizt meðal þess fólks,
sem hvergi heldr kyrru fyrir. En á hinn bóginn hafa ýmsar ís-
lenzkar nýlendur myndazt, sem þegar hafa staðið ekki svo fá ár,
og sem fyrir löngu mátti um segja hér um bil fyrir víst að
hlyti að verða blómlegar framtíðarstöðvar fyrir þá, er þar byggi.
Og þar getr oss eigi annað sýnzt en byrja hefði mátt fyrir löngu
á því að draga saman steina til musterisins, gjöra undirbúning
til þess að sýnilegri kristilegri kirkju yrði sem fyrst verulega
komið á fót og haldið uppi. Vitanlega er guðs ríki eklci matr né
drykkr, ekki peningar eða neitt því líkt. En svo lengi sem vér
berum þennan jarðneska dauðans líkama, er oss eigi unnt að
komast af, jafnvel eigi með kirkju vora, án peninga eða pen-
inga-ígildis. ]>aö þarf hver mannfiokkr, sem kristinn ætlar sér
í alvöru að vera, að hafa sérstaka starfsmenn til að halda jafnt
og stiiðugt fyrir sig uppi prédikan guðs orða, veita mönnum sak-
ramenti drottins, hafa umsjón á kristindómsfrœðslu barna og
ungmenna, og yfir hiifuð stýra vinnu manna, sameiginlegri og
einstaklegri, fyrir málefni sáluhjálparinnar í rétta átt. An
slíkra sérstaklegra starfsinanna er eigi til þess hugsanda, að