Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1886, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.04.1886, Blaðsíða 11
—27— ætfclands síns og ganga nfc í vitanlega sfcór-erviða barátfcn fyrir fólk sitt þar. Hann elskaði þjóð sína eins og sannr föSurlands- vinr, en ætfcjarSarásfc hans var ólík margra annarra að því að elska til guðs og trú á orði hans stýrði henni og var styrkr henn- ar. Margir eru þeir, sem vita um neyð og bágindi fjölda fólks af þjóð sinni, í líkamlegu tilliti eða andlegu, eða hvorutveggja, en skeyta því eigi og hafa enga tilfinning fyrir því, ef þeim sjálfum líðr vel. þeir hugsa eins og Kain: „Á eg að gæta bróður míns ?“ En svo eru aftr aörir, sem reyndar eru fúsir til að skifta sér af almennings-málum, en eigingirnin er þó sálin í öllu því, sem þeir þannig gjöra, og þeir viija fá hcil og heiðr fyrir allt. það er ekki Nehemías-hugarfar þetta. það er nóg starf fyrir marga Neheiníasa ineðal þjóðar vorrar hérí landi og heima á Islandi. Yér sleppum í þessu augnabliki því, sem að er í lílcamlegu til- liti, og það er þó vitanlega mikið. En eru ekki múrar Jerú- salems, kristilegrar kirkju, hvervetna hjá oss niðr brotnir ? Liggr ekki kirkja drottins undir árásum hvaðanæva ? Og þeir, sem hafa einhverja fcilfinning fyrir öllu hinu marga og mikla, sem að er, muna þeir eftir því, hvað þeir þurfa fyrst af öllu að gjöra, ef þeir eiga að geta haft von um að fá nokkuð fœrt í lag ? Enginn, sem ætiar eitthvað gotfc að gjöra, gleymi að snúa sér til drottins. þá er margfalt síðr hætt við, að maðr gefist upp, þótt á móti blási. Hver kristinn maðr á að koma fram cins og Nehemías. Hann lagði sig undir byrði sinnar þjóðar án þess nokkuð kniiði hann annað til þess en kærleikr fullr af trú og guðs-ótta. „Kærleikr Krists þvingar oss“, segir Páll. þeir, sem svo hugsa, ganga með fúsu geði undir byrði ann- arra. Mundu eftir því líka, þegar þú fær einhverja sorgar- frétt, eins og Nehemías fékk í þetta skifti, um mótlæti eða ólán þeirra, sem þig tekr sérstakléga sárt til, að frelsari þinn og þeirra og allra manna er á lífi. Til hans er þá erindi f'yr- ir þig. „þann, sem til mín kemr, mun eg eigi burtu reka“. það fyrirheit stendr eins stöðugt og það, sem Nehemías minnt- ist í bœn sinni til drottins. þá er Nehemías hafði látið ljúka viðreisn hinna hrundu borgarmúra, safnaðist allr lýðrinn saman utan við eitt aðalborg- arhlið Jerúsalems til að heyra lögmálsbólc Mósesar fyrir sér upp lesna. það er 10. lexían. það var á fyrsta degi hins 7. mánaðar, básúnu-blásfcrs-hátíðinni (3. Mós. 23, 24), sem eftir almennri skoð-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.