Sameiningin - 01.08.1886, Síða 1
Mánaðarrit til stuffnings lcirlcju og lcristindómi íslendinga,
gefið út af hinu ev, lút. Jcirlcjufélagi ísl. i Vestrheimi.
RiTSTJÓRI JÓN BJARNASON.
1. árg. WINNIPEG, ÁGÚST 1886. Nr. 6.
Af þeim mönnum, sem andstœSir eru kirkju og kristindómi,
mörgum hverjum, er því einatt haldiS fram á vorri tíS, aS
hin kristna kenning og þá sérstaklega hinn kristiiegi trú-
arlærdómr sé óSum aS rnissa álit meSal menntaþjóSa heimsins, aS
allt hendi til þess, aS hin vaxandi upplýsing aldarinnar kippi
áSr en langt líSr algjörlega fótunum undan kristilegri kirkju.
Eftir því sem náttúrufrœSi og ýmsum öSrum vísindum fer fram,
eftir því koma ríkari og ríkari sannanir fram fyrir almenning
um þaS, aS kenning kristindómsins í hinum yfirnáttúrlegu aSal-
atriSum hennar geti ekki staSizt,—segja þessir menn. Slíkar radd-
ir heyrast nú nálega úr öllum löndum hins svo kallaSa kristna
heims, og vor þjóS fer engan veginn varhluta af þeim á þessurn
tíma. AS ætla sér aS dylja fyrir hinum kristna almenningi þjóS-
ar vorrar mótbárur þær, sem upplýsing aldarinnar hefir fram aS
bera gegn kristindóminum, væri nú hin mesta heimska. j)aS er
gefinn hlutr aS þeiin verSr aS moeta í iífinu, og þá er miklu betra
aS vera þeim kunnugr frá upphafi heldr en aS láta þær koma al-
veg flatt upp á sig, þegar alls ekki er viS neinu slíku búizt. þá
er svo hætt viS aS þær verSi kristilegri trú aS fótakefli. En þaS
er ekki nóg aS kynna alþýSu manna nýjar og nýjar mótbárur
gegn kristindómskenningunni, sem stœrri eSa minni hópar vís-
indamanna ávallt eru aS draga fram. ])aS þarf jafnframt aS gjöra
almenningi kunnugt, hvaS komiS er meS jafnt og stöSugt einnig
úr vísindalegri átt kristindóminum til varnar, til sönnunar því
aS þessar mótbárur gegn því, er kristindómrinn kennir, standist
ekki fyrir dómi heilbrigSrar skynsemi. þetta síSara hefir engan