Sameiningin - 01.08.1886, Page 12
—92—
þegar ástvinirnir eru slitnir frá hjarta manns, þá þrá þó allir ó-
sjálfrátt aS mega sjá kærleiks-auglit hans, er ræðr lífi og dauða.
Og þá er aS líta til Jesri. „Sá, sem hefir séS mig“—segir hann—,
„hefir séS föSurinn“. Enginn sá, sem byrgir augu sín fyrir Jesii
frá Nazaret, getr séS guS eins og hann er. þá sjón, er auga dauS-
legs syndara nær á guSi án frelsarans, getr aldrei glatt, huggaS,
gefið friS, því án Jesú sórSu engan kærleika hjá guSi. þaS er
harSr, ónærgætinn, tilfinningarlaus örlagaguS, sem manninum er
sýnilegr á stundum sorgarinnar og skilnaSarins fyrir utan hina
kristilegu opinberun. En ef þú lítr trúaSr til Jesú Krists, þá
sérSu, aS'þaS er blíSr og kærleiksfullr guS, þinn eigin himneskr
faSir, sem stendr á bak viS þessa jarSnesku tilveru, og sem stýrir
göngunni til blessunar, einnig þá er leiSin liggr gegn um skugga-
dal dauðans (sjá Sálm. 23, 4). „Eg fer burt aS til búa ySr staS“,
segir Jesús. Og staSrinn, sem Jesús hefir til búiS lærisveinum
sínum, er í himnesku föSurhúsi. Óttizt því ekki fyrir örlögum
sofnaSra ástvina ySar, þór syrgjandi guðs börn. Og svo eru
þeir ekki eilífiega hrifnir burtu iir faSmi ySar. DauSinn kernr
innan slcamms einnig til ySar, og þaS aS hann kemr þýSir sama
sem aS frelsari ySar kemr og tekr ySr til sín og til þeirra, sem
á undan eru komnir.
Eftir aS Jesús er staSinn upp frá kvöldmáltíSarborSinu meS
lærisveinunum á hann enn margt ótalaS viS þá aS skilnaSi. Og
katíi framan af þeirri rœðu, sem hann nú heldr, er 10. lexían.
það er 16 fyrstu vers 15. kap. guSspjallsins. þaS er samlífiS meS
frelsaranum, sem hér er veriS aS brýna. „Eg er vínviSrinn, þér
eruS greinarnar", segir hann. þaS var eSlilegt, aS hann kœmi
einmitt meS þessa samlíking nú, þar sem vínviSarávöxtrinn var
á borSinu fyrir framan þá í bikar kvöldmáltíSarinnar, og þeir
höfSu sameiginlega neytt af þeirn ávexti. þaS var ný huggun,
sem hann fiutti hinum kvíSandi lærisveinum sínum ineS þessari
samlíking um sig sem vínviSinn, þá sem greinarnar, því meS því
boSar hann þeim, aS hann vilji veraekki aS eins með' þeim, á and-
legan hátt umhverfís þá, hvort sem þeir gangi út í líf eSa dauSa,
heldr í þeim, viiji vera lífsafl sálna þeirra. þeir þurftu þá í raun-
inni aldrei við hann aS skilja. þaS er gleSiboSskapr til þín, uiaðr,
sem vilt ganga frelsara þínum á hönd líka, hver sem þú ert. En
þar fylgir sú hugvekja meS, sem aldrei má gleymast: Frelsarinn
er því aS eins í þér, aS þú viljir vera í lionum. Vert þú þá í