Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1886, Síða 14

Sameiningin - 01.08.1886, Síða 14
—94— ar þau eru sloppin fram yfir í'erminguna. þessi cleyðandi bók- •stafa-lærdómr ætti að vera af numinn með lögum, en í stað þess ætti að kenna unglingunum siðferðislögmálið og trúaratriðin með samtölum eða fyrirlestrum, og það ætlum vér prestunuin að gjöra. Slíkt nám j^rði svo iétt og Ijúft unglingunum, að hœglega mætti komast yíir það á einum vetri‘\ það bólar hér á mikilsveröum sannleika kristindómsupp- frœðslunni viðvíkjandi, þó að annars sé hér stórmikið öfugt og ótœkt. það er öfugt að láta kristindómsfrœðsluna sitja á hakan- um fyrir allri annari frœðslu, og það er ótœkt að telja almenn- ingi þjóðar vorrar trú um, að óhætt sé að geyma undirbúninginn undir ferminguna þangað til sama árið og hún fer fram. Krist- indómsfrœðslan er meira áríðandi en nokkur önnur frœðsla, og það verðr varla of snemma byrjað á því að innrœta börnum þekk- ing á sannindum kristinnar trúar. Ef þessu er neitað, þá liggr augsýnilega á bak við þá neitan sú skoðan á kristindóminum, að hann sé einskis virði. En hitt er satt, að „kver“-lærdómrinn eins og hann tíðkast á íslandi er fjarskalega óheppilegr. Utanað- kunnátta kristilegs trúarlærdóma-ágrips, eins og „kverin“ eru, þarf ekki að vera til ónýtis, en hún verðr oft til ónýtis og skaða, af því að skakkt er að farið. Unglingrinn verðr að skilja lexíu sína vel áðr en hann lærir hana utan að. Ef þess er eigi gætt, þá verðr utanaðlærdómrinn honum til kvalar og villir að eins sjón hans. Samtöl og spurningar er rétt að við hafa við kristindómsfrœðslu ungmenna, en „fyrirlestrar“ eiga þai alls ekki við. þessa minnist allir sunnudagsskóla-kennendr og aðrir, sem ungmenni eiga að frœða um kristindóminn. þeir, sem bezt hafa vit á kristindómskennslu á vorri tíð, vita, að unglingum verðr ekki haldið vakandi með „fyrirlestrum". Lutheran Church Review, sem kennarar við hinn lúterska prestaskóla í Phila- delphia gefa út, hefir nýlega komið með stutta, en laglega ritgjörð um kirkjuna á íslandi eftir séra Friðrik J. Bergmann. jpar er tekið fram, að slíkar hreifingar í hinu kirkjulega líri eins og Grundtvig vakti meðal Dana og Nauge meðal Norð- manna, með þeirra kostum og göllum, hafi aldrei komið upp meðal Islendinga. Á prédikanir Jóns Vídalins og sálma Hallgríms Pétrssonar er lokið maklegu lofsorði, og sagt, að verk Jessara tveggja manna hafi fremr öllu öðru haldið við hreinni ev- angeliskri trú meðal Jrjóðarinnar. Minnzt er á hina síðustu endrskoðan íslenzku biblíunnar, sálmabókina nýju, barnalærdómskver séra Helga Hálfdanarsonar, sem komið sé í stað eldri kveranna, á guðsorðabœkr Pétrs biskups, á skólalífið í Reykjavík, og hinni íslenzku kirkju árnað heilla út af J>ví að hafa fengið annan eins mann til forustu prestaskólans eins og séra Helgi er. Um kirkjustjórnina fs-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.