Sameiningin - 01.08.1886, Side 15
—95—
lenzku er jjess getið, að hún sé algjörlega hákirkjuleg, og það svo mjög, að prestar
sé einatt settir í embætti þvert á móti vilja safnaðanna. I sambancli við það er dá-
litið talað um baráttu flokksins í Reyðarfirði fyrir tilveru sinni og frelsi utan
þjóðkirkjunnar.
Af því það er ekki fullyrt, þar sem minnzt er á passíusálmana, að þeim hafi
verið snúið á latínska tungu, skal hér tekið fram, að það eru til á prenti tvær lat-
ínskar þýðingar af þeim, önnur eftir prestinn Kolbein J>orsteinsson, út komin í Kaup-
mannahöfn 1778, orkt með steíjamáli frumritsins og undir lögum þess, hin eftir prest-
inn Hjörleif J>órðarson í rímformi því, sem hexapieter er kallað og sem latínskri
tungu er miklu eðlilegra, enda þykir sú þýðing miklu betri.
í norsku synódunni, stœrsta lúterska kirkjufélagi Norðmanna hér í Ameríku,
lítr nú mjög ófriðvænlega út. J>ar hefir um nokkur ár verið uppi áköf deila út af
náðarútvalningunni og fleiri náskyldum trúarlærdómum, og hafa tveir andvígir flokk-
ar myndazt í félaginu út af deilu þessari, annar, sem nefndr er Missouri-flokkr, af
því hann heldr fram þeirri skoðan, sem ráðandi er í hinni þýzku Missouri-synódu,
þar sem dr. Walther í St. Louis er höfuðmaðrinn, en hinn, sem kallast Anti-Missourí-
flokkr. |>eir, sem hinum síðar nefnda flokki til heyra, eru í minni hluta, og bera
þeir hinum á brýn, að þeir á líkan hátt og Calvin, hinn alþekkti siðbœtir reform-
eruðu kirkjunnar á 16. öld, gjöri ekkert úr frjálsræði mannsins, en eru sjálfir af
mótstöðumönnum sínum víttir fyrir skynsemistrú og kaþólsku í sinni skoðan á aftr-
hvarfinu. Synódan hefir um nokkurra ára bil átt prestaskóla í Madison, Wisconsin,
en hann hefir verið mjög laklega sóttr, mest sökum þessara trúardeilna. Stúdent-
ar frá undirbúningsskóla synódunnar í Decorah, Iowa, hafa dreifzt á ýmsa presta
skóla og lokið þar guðfrœðisnámi. Anti-Missouri-menn vilja nú ekki styðja presta-
skóla synódunnar lengr, þar sem hann sé alveg í höndum mótflokksins. petta aug-
lýsir einn þeirra forvígismanna, Muus prestr, í ,,Norden“ rétt nýlega, og það með,
að þeir sé að koma á nýjum prestaskóla í Northfield, Minnesota, sem eigi að byrja
í haust. Prófessor Schmidt^ höfuðmaðrinn í mótspyrnunni gegn Missouri-stefnunni,
á að verða yfirkennari við þennan prestaskóla. Með þessu sýnist minni von til þess
að eining geti aftr komizt á í norsku synódunni en nokkru sinni áðr.
Á ársfundi Konferenzunnar, eins af hinum lútersku kirkjufélögum Norðmanna
í Bandaríkjum, var með sterkum orðum tekið fram, að brýn þörf væri á meiri leik-
manna-starfsemi kirkjunni til stuðnings heldr en að undan förnu hefði átt sér stað.
Og var ályktað, að prestar og söfnuðir skyldi styðja að því, að hœfir leikmenn
boðuðu guðs orð í söfnuðunum 1 fjarveru presta, hvervetna þar sem slíka leikmenn
væri að fá. Svona löguð ályktan þykir hákirkjulega hugsandi mönnum ekki vel
lútersk, þar sem í Ágsborgarjátning standi, að enginn skuli opinberlega kenna í
kirkjunni nema hann sé á réttan hátt kallaðr til þess. En í þetta orðatiltœki
játningariitsins : ,, á réttan hátt kallaðr“ má auðvitað leggja mjög mis-
munanda skilning. Ef söfnuðr og prestr kemr sér saman um að fela einhverjum fœr-
um leikmanni á hendr að boða guðs orð, hví skyldi þá ekki þessi sami leikmaðr
mega skoðast á réttan hátt til þess starfa kallaðr ?
—Fólkstala í söfnuðum kirkjufélags vors var rétt fyrir ársfund 2,300, þar af fermt
fólk 1420.-Ef 5 til 6 þúsundir Islendinga eru hér í landinu (Bandaríkjum og Canada),
eins og telja má nokkurn veginn víst, þá vantar eftir þessu allmikið á, að helm-
ingr J>eirra heyri kirkjunni til. J>etta þarf eitthvað að breytast, ef vel á að fara.