Sameiningin - 01.09.1886, Síða 5
—101—
sálu Páls postula hafði fyrir augum, þá er hann korn með þessa
áminning. það er auðsætt á því, sem stendr í þessu bréíi post-
ulans rétt á undan. þar stendr svo : „Hafir þú veriö þræll, þá er
er þú varst kallaör, láttu þig eina gilda; en ef þú getr orðið
frjáls, þá vel það heldr ; því sá, sem var þræll, þá er hann var
kallaðr, er drottins frelsingi; sá, sem þá var frjáls, er Krists þræll.
þér eruð dýru verði keyptir; veriB ekki manna þræl-
a r “ (1. Kor. 7, 21-23). Hversu ófúsir menn eru til að vera
andlega frjálsir má sjá á ísraelsmönnum til forna, þá er Móses
var að hrífa þá rit úr ánauðinni á Egyptalandi. þeir höfðu
lengi, lengi verið sárlega kúgaðir af hinum heiðnu harðstjórum
landsins. þeir höfðu eðlilega kveinað sárt undan því líkamlega
ánauðaroki, er þeir lágu undir. þá langaði náttúrlega hjartan-
lega til að fá lausn úr þrældómnum. En er guð fyrir hönd
Mósesar heldr að þeim hinu andlega frelsi, og þeir sjá, að af
þeim er heimtað upp á líf og dauða að þjóna guði af öllurn
lífs og sálar kröftum, og honum einum, þá vilja þeir heldr sniia
aftr á miðri leið, og hverfa á ný ofan í sína fyrri líkamlegu
ánauð,. undir harðstjórasvipur og böðulshendr Egypta, heldr en
að gjörast andlegir frelsingjar drottins. Svo megn er mótspyrna
hins synduga manneðlis gegn hinu andlega frelsi sínu! Svo
megn var þessi hörmulega mótspyrna til forna, og svo megn er
hún enn ! Ekki svo að skilja, að ísraelsmenn ímyuduðu sér,
að þeir væri að spyrna á móti hinu andlega frelsi sínu þá er
þeir voru að berjast gegn Mósesi og guði í eyðimörkinni á leið
þeirra til hins fyrirheitna lands. Og ekki svo að skilja heldr, að
menn þeir innan saínaðar drottins eða fyrir utan hann, sem nú
á tímum rísa öndverðir gegn endrlausnarnáð kristindómsins og
fótum troða lífsreglur og kærleiksáminningar frelsarans, ímyndi
sér, að þeir sé að spyrna móti andlegu og eilífu frelsi sínu. Eng-
an veginn. þeir ímynda sér þvert á móti, eða reyna í lengstu
lög að telja sjálfum sér trú um, að þá fyrst sé þeir andlega
frjálsir, þegar þeir rnega gefa öllum sínum fýsnum og ástríð-
um alveg lausan tauminn. þeir telja sór trú um, að það, sem á
tungumáli kristindómsins heitir andlegr þrældónir, sé einmitt
andlegt frelsi. Og svo hugsa þeir: „Yér viljum lifa og deyja
sem frjálsir menn“.—„þeir hafa um snúið sannleika guðs í lygi“,
segir Páll postuli (Róm. 1, 25) um heiðingjana í menntalönd-
um fornaldarinnar, sem lifðu eftir hinum syndum spilltu girndum
úguðlegs hjarta síns, „göfgað og dýrkað skepnuna í stað skap-