Sameiningin - 01.11.1886, Qupperneq 2
-130-
leiðingar á bak aftr, fœra hjöctu og líf manna nær guði,—að
það félag eigi ekkert að gjöra til að reisa rönd við drykkju-
skaparsynd og drykkjuskaparböli manna á þess eigin stöðvum.
En er þá svo mikill drykkjuskapr meðal Islendinga hér
vestra, þeirra, er í söfnuðum vorum standa, eða þeirra, er eng-
um söfnuði heyra enn til, að orð só af því gjöranda ? eða að
sérstök ástœða sé til þess fyrir oss að nærri því byrja hinn
kirkjulega félagsskap vorn með því að leggja þ e s s a synd í
einelti ? það er satt bezt að segja, að það er almennt miklu
minni drykkjuskapr meðal íslendinga hér í Yestrheimi nú heldr
en að minnsta kosti fyrir tveim árum heima á Islandi, þá er
vér persónulega þekktum þar síðast til. En á þessum síðustu
tveim árum hefir nú reyndar vitanlega talsvert verið unnið fyr-
ir bindindi víða um Island, svo telja má víst, að drykkjuskapr
hafi þar til muna minnkað einmitt á þessu tímabili. Og til þess
er gieðilegt að hugsa. En allt um það mun drykkjuskaprinn
þar enn vera œðimikið meiri en meðal fólks vors hér í landi.
I sumum byggðarlögum Islendinga hér í landi er alls enginn
drykkjuskapr og áfengir drykkir koma þar aldrei inn í hús
manna. Og jafnvel í öðrum eins bœ og Winnipeg, þar sem sam-
an er komið líklega ekki stórt minna en þúsund íslendinga,
sjást nú, sem betr fer, tiltölulega mjög fáir menn ölvaðir heyr-
andi til vorum þjóðflokki. En hvað sem þessu líðr, þá höfum vér
enga trygging fyrir því, að drykkjuskapr muni svona af sjálfu
sér eyðast meðal fólks vors hér í landi. það að enginn er
drykkjuskapr meðal Islendinga í sumum byggðum þeirra hér
stendr í sambandi við það, að þeir hafa þar hingað til verið
nærri því útilokaðir frá öðru fólki og um leið frá brennivíns-
brunnum þessa lands. þó að þeir hefði viljað drekka, þá hafa
þeir ekki getað það. En þessi ritilokan stendr ekki um aldr og
æfi. Öll byggðarlög íslendinga komast óðum inn í straum þjóð-
lífsins hér með hans kostum og löstum, og þá fá allir tœkifœri
til að drekka. það að nú sem stendr er lítið uin drykkjuskap
meðal Islendinga í Winnipeg, miklu minna að minnsta kosti
heldr en fyrir 2 eða 3 árum, er gleðilegt. En af hverju stafar
það? Vafalaust fyrst og fremst af því, að í Winnipeg hefir síð-
an í hitt ið fyrra verið til dálítið íslenzkt bindindisfélag og
bindindisskoðaninni hefir sí og æ verið haldið á lofti sér í lagi
fyrir œskulýð vorum, enda margir fullorðnir og málsmetandi
menn þjóðar vorrar í orði stutt þá skoðan, þó að þeir hafi ekki