Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1886, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.11.1886, Qupperneq 5
133— En ef þú getr ckki neytt áfengra drykkja án stór-mikillar hættu fyrir þig eða aðra, þá hlýtr þú að heyra rödd í samvizku þinni, er við þig mælir: „Láttu vera“. Og þessa rödd samvizk- unnar staðfestir guðs orð. Yér verðum nu að telja það mjög hæpið, hvort nokkurs staðar í heiminum sé á þessari öld unnt að neyta áfengra drykkja án hættu fyrir sig eða einhverja aðra. þessi öld er að því leyti allt öðruvísi heldr en sú öld, þá er kristindómrinn var fyrst fram borinn fyrir þjóðir heimsins. þó að vín með áfengisefni í væri þá til og drykkjuskapr komi fyr- ir á þeim tíma og guðs orð vari það fólk, er þá var uppi, al- varlega við því að drekka sig drukkið af víni og segi jafnvel skýlaust, að ofdrykkja útiloki menn úr guðs ríki, þá var sá drykkjuskapr, sem þá var til, nærri því sem ekkert að reikna, á mannlegan hátt talað, á móti þeim drykkjuskap, sem nú er ríkjandi svo að segja í öllum löndurn. það má segja, að mann- félagið sé nú víða eða jafnvel víðast hvar gagnsýrt af drykkju- skaparvenjunni. þannig myndast varla svo nýtt þorp eða nýr hœr nokkurs staðar um endilanga Ameríku, að ekki sé talið sjálf- sagt, að drykkjubúðir komi þar upp nálega á undan öllu öðru það er aðdráttaraiiið, sem á að draga fólk til slíkra nýgjörvings- bœja' það er það, sem á að skapa fjörugt viðskiftalíf og verzl- unarlíf ! Og fé það, sem fæst fyrir vínsöluleyíi, telja margir þeirra, er starfa að stjórnmálum, alveg ómissandi tekjugrein fyr- ir borgir og byggðarlög. Hin borgaralegu lög vernda sölu á- fengra drykkja og þar með þá um leið drykkjuskapinn. Að lögum er leyíilegt að hafa sölu áfengra drykkja fyrir atvinnu- veg, þá er til þess er fengið stjórnarleyfi, og þar af leiðanda verðr það þá í almennings áliti eins heiðarlegt eins og hver önnur verzlan, að halda drykkjustofur, sem er sama sem drykkju- skaparstofnanir, stofnanir, sem drepa fieiri eða færri þeirra, er þangað ganga, líkandega eða andlega eða hvorttveggja í einu. þar sem þessi skoðan ræðr, hver getr þá komið fram og sagt; „Eins og það var óþarft á fyrstu öld kristninnar að koma mönn- urn í algjört bindindi, eins er það með öllu óþarft enn“ ? Hljót- um vér ekki öllu heldr að segja: „Eins og sérstakr félagsskapr til að hamla mönnnuin frá nautn áfengra drykkja var óþarfr í fyrstu kristni, eins þarfr, eins ómissandi er hann nú hvar sem vér erum staddir í heiminum" ? Bindindi er jafn-nauðsynlegt fyrir þjóð vora í Ameríku eins og heima á Islandi, og jafn-rétt á báðum stöðum í kristilegu tilliti.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.