Sameiningin - 01.11.1886, Blaðsíða 6
—134—
þaS eru eiginlega tvær kristilegar ástœður til að gjörast
reglulegr bindindismaðr og halda bindindisfélagsskap uppi eins
og heimrinn eða mannfélagið er nú. Onnur ástœðan er hættan,
sem yfir þeim vofir, er neytir áfengra drykkja, fyrir því að
verða þræll girndar sinnar. En hin er hinn kristilegi kærleikr,
sem neitar sér um allt, sem annars í sjálfu sér er leyfilegt, ef
sú neitan getr augsýnilega orðið öðrum til góðs. Setjum, að
ýmsir sé alveg vissir um það, að þeim sé fyrir sjálfa sig með
öllu óhætt að neyta áfengra drykkja, að þeir þori að ábyrgjast, að
hóf þeirra verði aldrei að óhófi ; hvernig geta þeir líka ábyrgzt,
að allir aðrir, sem þeir umgangast, sé eins sterkir fyrir, hafi sama
kraft eins og þeir til að standa fastir á hálu svellinu ? Og ef
þeir ekki geta ábyrgzt þetta, hví skyldi þeir þá hafa kristilegt
leyfí til að neyta þess, sem þó í sjálfu sér getr verið þeim leyfi-
legt ? Heyrum guðs orð: „Gætið þess, að yðar frjálsræði í þessu
verði ekki hinum veiku ásteytingarefni" (1. Kor. 8, 9). „Meðal
hinna óstyrku hegðaði eg mér sem óstyrlcr, svo eg áynni þá“
(1. Kor. 9, 22). „Allt er leyfilegt, en allt er þó ekki nytsamlegt;
allt er leyfilegt, en allt er þó ekki uppbyggilegt. Enginn leiti
síns gagns, heldr annarra" (1. Kor. 10, 23-24). „Hvort heldr
þér því etið eðr drekkið, eðr hvað helzt sem þér gjörið, gjörið
það allt guði til dýrðar“ (1. Kor. 10, 31). „þér eruð að vísu,
brœðr, kallaðir til frelsis, en á því ríðr að frelsinu sé ekki var-
ið til eftirlátssemi við holdið, heldr að hver yðar þjóni öðrum
með kærleika“ (Gal. 5, 13). „það er gott hvorki að eta kjöt, né
drekka vín, eða (gjöra) neitt, sem bróðir þinn steytir sig á eða
hneykslast eða veiklast af“ (Róm. 14, 21). „Ef eg með nautn-
inni hneyksla bróður minn, skal eg aldrei að eilífu kjöt eta, svo
eg ekki hneyksli hann“ (1. Kor. 8, 13). Og frelsarinn segist
sjálfr munu segja á dómsdegi: „það, sem þér gjörðuð"—og:
,,ekki gjörðuð"—„einum af þessum minnstu brœðrum mínum,
það gjörðuð þér“-—og: „gjörðuð þér ekki heldr“—„mér“ (Matt.
25, 40 og 45). það er ekki kristindómr að segja eða hugsa eins
og Kain : „A eg að gæta bróður míns ? “
Hvernig á að fara að því að koma öflugu og áreiðanlegu
bindindi á fót meðal fólks vors hvar sem það er niðr komið ?
Með því að allir eða að minnsta kosti sem flestir af fullorðnu
fólki voru, konum og körlum, sem eru áreiðanlegir reglumenn
að því er vínnautn og vínveitingar snertir, gangi í bindindis-
félagsskap, og að svo sé af þeim í sameining unnið kapp-