Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1887, Síða 1

Sameiningin - 01.02.1887, Síða 1
Mánað'arrit tii stuð'nings Jcirkju og lcristindómi íslendinga, gefið út af Jiinu ev. lút. JdrJcjufélagi ísl. í Vestrheimi. RITSTJÓRI JÓN BJARNASON. 1. árg. WINNIPEG, FEBRÚAR 1887. ' Nr. 12. Hinni íslenzku JjjóS vorri er að fara aftr í dyggðum—það er efnið í ritgjörðarbroti því, sem vér tókum í síðasta nr. af „Sameiningunni" úr „Fjallkonunni“. þetta er rödd, sem sjaldan heíir áðr heyrzt frá íslenzkum blaðamönnum; það er kenning, sem þjóð vor er alveg óvön við að heyra frá sín- um eigin mönnum nú í langan, langan tíma. Yíir höfuð hefir því sjaldan verið lireift opinberlega, að minnsta kosti í seinni tíð, frammi fyrir þjóðinni íslenzku af hennar eigin mönnum, hvar hún stœði í dyggöarlegu tilliti. það atriði í þjóðarástandi voru heíir að undanförnu að mestu eða öllu verið látið liggja milli hluta. En það lítr helzt út fyrir, að þeir Islendingar, sem opinberlega hafa á næst undangenginni tíð látið til sín heyra um almennings-mál, hafi gengið út frá því sem sjálfsögðu, að þjóðinni myndi borgið verða í siðferðislegu tilliti svo framarlega sem henni heldr þokaði áfram til meira stjórnfrelsis, meira at- vinnufrelsis og meiri upplýsingar eða menntunar. Nú hefir hinni íslenzku þjóð óneitanlega eigi lítið þokað áfram á síð- asta mannsaldri í öllu þessu. Sú kynslóð, sem mi er uppi á Islandi, ræðr ólíkt meira við sín eigin stjórnmál, heldr en sú, sem næst var uppi þar á undan. I atvinnumálum er margt miklu frjálsara en áðr. En einkum hefir þjóðinni farið fram í tilliti til mennta og upplýsingar. I sambandi við það, sem áðr var, má heita, að mikið sé nú á ári hverju út breitt af nýjum ritum, blöðum og bókum, meðal Islendinga; það er að minnsta kosti tiltölulega mikið að viixtunum. Og af því hlýtr maðr að

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.