Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1887, Qupperneq 3

Sameiningin - 01.02.1887, Qupperneq 3
—179— ustu og alþýSlegustu blöðunum á Islandi fram og sýnir með rökum, aS þrátt fyrir alla baráttu þjóSarinnar fyrir frelsi og menntan, þá sé almenningi þó í lieild sinni aS fara aftr bæSi meS tilliti til efnahags og verklegs dugnaSar. Og svo heldr blaSiS því fram í ofanálag á alla aSra aftrför, aS í siSferSis- legu tilliti stefni þjóðin líka í sömu áttina. þaS hefir nú ekki enn heyrzt nein rödd frá þjóS vorri í neinu íslenzku blaSi, sem vér höfum tekiS eftir, til að mótmæla þessu, svo aS líkindum líta nú margir líkt á þetta mál eins og „Fjallkonan", þó að menn, ef til vill, gjöri þaS hálf-nauðugir. Yér festum huga vorn viS þetta sorglega atriSi nú, aS þjóS vorri sé aS fara aftr í dyggSum. „Fjallkonan" kennir verzlun- aránauSinni á Islandi, er áðr var, um aS siSferðislcraftr almenn- ings hafi lamazt. En aS nafninu er þó verzlanin á Islandi nú frjáls og hefir veriS all-lengi, og þaS getr þó ekki veriS þessari gömlu verzlunaránauð að kenna, aS „óráSvendni í viðskiftum verSr æ almennari", eins og blaðiS segir. þaS hlýtr að eiga orsök' í einhverju öSru, sem nær liggr. Slík ill afleiSing af hinni fornu ánauS ætti ekki aS geta komiS fram meS sívaxanda afli eftir því sem lengr líSr og verzlunarfrelsiS fer vaxanda. Afl þessarar illu afleiSingar ætti nú þvert á móti aS fara síminnk- anda. Og hvaS veldr þá hinni siSferSislegu hnignan þjóSar vorrar nú á þessari tíð, ef vér eigum aS ganga út frá því sem sannleika, aS liún eigi sér stað ? Hví var siðferðiskraftr ís- lendinga meiri fyr um, einmitt á því tímabili þjóSarsögu þcirra, þá er þeir nutu miklu minna borgaralegs frelsis en nú og þá er miklu minna var meSal þeirra um menntan eða upplýsing ? þrátt fyrir þessi gœði stendr þjóS vor nú, aS dómi „Fjallkon- unnar“, neðar í dyggSum en þá. þrátt fyrir vöntun þessara gœSa stóS hún ofar í dyggSum þá en nú. þjóSin hlýtr áðr aS hafa átt eitthvaS þaS í eigu sinni, sem hélt uppi siSferðiskrafti hennar initt í menntunarleysinu og liinu borgaralega ófrelsi; og og hiin hlýtr aS hafa misst þaS nú úr eigu sinni og svo hafa dyggðirnar um leiS dvínað þrátt fyrir vaxanda ytra frelsi og aukna veraldlega upplýsing. „Eitt er nauSsynlegt“—það voru orSin, sem vér byrjuSum þennan 1. árgang blaSs vors meS, og vér minnum á þau nú aftr og þaS, sem vér þá tókum fram út af þeim orSum, um leiS og vér endum árganginn. Ef oss íslendingum sem þjóS liefir í seinni tíS farið aftr í dyggSum, ef siðferSiskraftr vor er minni en áSr,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.