Sameiningin - 01.05.1887, Page 5
—37—
hið andlega líf, sem á þarf að halda þá er mœta vcrör nýjum
og óþekktum freistingum. Menn láti söfnuði vora og sunnu-
dagsslcóla yfir höfuð vera í því lági, að þeir, sem til vor koma,
sjái, að fyrir einhverju verulegu er þar að gangast, og verði svo
fúsir og fegnir að ganga inn í hinn kirkjulega hóp vorn. það
er ekkert eins nauðsynlegt að gjöra af þeim, er hór eru fyrir,
fyrir velfarnan íslendinga, er að heiman koma framvegis, eins
og það að láta kirkju sína og kristindóm vera í lagi, þá er þeir
koma, og fá þá svo á sannfœringarinnar vegi með í hina kirkju-
legu samvinnu.
Hver vill benda á annað betra, annað eins gott ? Sá komi
fram oz segi til nafns síns.
o o •
---*----oþoc-#^0-------
það er gamall siðr í kirkju vorri, að hafa ákveðna kafla
úr guðs orði til upplestrs við opinbera guðsþjónustu safnað-
anna og til þess jafnframt að prédika út af fyrir hvern ein-
stakan helgidag kirkjuársins. þessir sömu kaflar hafa, eins og
kunnugt er, verið um hönd hafðir í hinum lútersku kirkjum
þjóðar vorrar ár eftir ár, mannsaldr eftir mannsaldr, öld eftir
öld, og yfir höfuð hafa engir aðrir saman hangandi kaflar úr
ritningunni verið þar gegn um gegnir, enda þótt pródikarinn
auðvitað hafi í útskýringum sínum á hinum ákveðnu textum
vitnað til guðs orðs hvar annars staðar í biblíunni, sem honum
hefir þótt við eiga. En sérstaklega bundnir við þetta tiltölulega
litla úrval úr biblíunni hafa þó prestar vorir að undan förnu
verið, og er langt síðan raddir í hítersku kirkjunni fóru að láta
til sín heyra í þá átt, að þetta band á þeim, sem prédika eiga
guðs orð fyrir almenningi, væri óheppilegt, þar sem það auk
annars hlyti að leiða til þess, að biblían í heild sinni yrði fólki
of lítiö kunnug af því, sein fram væri úr henni drogið við hin-
ar opmberu guðsþjónustur safnaðanna. Sumir hafa viljað, að
engir sérstalcir textar væri ákveðnir fyrir hina einstöku helgi-
daga, heldr að prestrinn læsi það úr guðs orði upp við hverja
einstaka guðsþjónustu, sem honum í hvert skifti þœtti bezt við
eiga, cins og yfir höfuð tíðkast í hinum reformeruðu kirkju-
deildum, lijá Presbyteríönum, Meþodistum, Baptistum, Kongre-
gazíónalistum, og í rauninni einnig í Biskupakirkjunni ensku,
þó að gömlu textunum sé haldið ]iar að nafninu. þessi skoð-
an virðist eðlilegri en nokkuð annað, en hún er þó, þykir mörg-