Sameiningin - 01.05.1887, Side 9
41—
starfseminni. Hinir innlendu læknar höfðu nærri því gjört út af
við hinn sjúka frænda konungs, sem þegar var á minnzt, með
því að fylla sár hans (því hann hafði særðr verið og var af því
sjúkr) með vaxi, þá er Allen var til hans söttr. það er ekki
langt síðan að allir útlendir menn, og jafnvel sendiherrar allra
útlendra stjórna, urðu að íl vja burt úr Korea til að forða lífi
sínu undan ofsa landsmanna, en dr. Allen sat kyrr ásamtkonu
sinni og barni í fullkomnum friði undir vernd landstjórnar-
innar sakir þess hve mikið konungr og hans nánustu þóttust
eiga honum upp að unna. Og síðan hafa aðrir kristniboðendr
fengið að dvelja og starfa í Korea sem vinir dr. Allens.
—I Rússlandi eru rúmar 4 milíónir lúterskra manna eða fólks,
sem til heyrir hinni lútersku kirkju vorri. það eru oinkum þjóð-
verjar, fyrir utan Finnlendinga í Finnlandi, enda eru þeir ekki
í þossari tölu, og fólk af sœnskum uppruna í fylkjunum við
Eystrasalt, sem lengi vel heyrðu til Svíþjóð. þá er Pétr mikli
var að brjótast í því að mennta Rússa studdi hann mjög að
innflutningi fólks rir hinum menntuðu vestrlöndum Evrópu
til Rússlands. Og síðan hefir hinn mikli grúi af þjóðverjum,
lang-flestum lúterskrar trúar, átt heima í Rússlandi, og eru nú
fyrir þessa sök lúterskar kirkjur í nálega hverju héraði Rúss-
lands. Svo kallað „Oonsistorium“ stendr fyrir kirkjustjórnar-
málum hins lúterska lýðs í Rússlandi. (I Finnlandi er lúterska
kirkjan viðrkennd sem þjóðkirkja). Að undanförnu hafa Lúters-
trúarmenn notið viðunanlegs trúarfrelsis. En nú er keisara-
stjórnin rússneska búin að fá þá illu flugu í höfuðið, að koma
þessum lútersku þjóðverjum nauðugum viljugum til að hverfa
frá kirkju sinni og hníga í skaut hinnar svo kölluðu „rétttrú-
uðu“ grisk-kaþólsku kirkju Rússa. Og er í þessurn tilgangi
ýmist beitt ofríki eða vélum. Lúterskum mönnum er af stjórn-
inni lofað svo og svo miklu landi að gjöf, ef þeir sleppi sinni
trú og taki hina rússnesku kaþólsku. Og hefir þetta agn unn-
ið svig á ýmsum. En það verðr lítið af því að efnd sé loforðin.
Og er menn þá sjá svikin og vilja aftr hverfa í hina lútersku
kirkju sína, setr stjórnin slagbrand í dyrnar og hindr hina frá-
föllnu menn fasta þaðan í frá í hinni rússnesku kirkju. það er
harðlega bannað nú, að nokkur, sem einu sinni er orðinn „rétttrú-
aðr“, taki aðra trú eða sameini sig annarri kirkjudeild. Og það
eru nú lög í Rússlandi, að hin rússnesku svo kölluðu „brœðra-