Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1887, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.05.1887, Qupperneq 10
—42— lög“ (munkafélög) geta, ef þau þykjast þess við þurfa, tekiS und- ir sig hvert hús, kirkju og skóla, sem þau vilja. Svo hinir of- sóttu Lúterstrúarmenn geta jafnvel eigi haldið kirkjum sínum, þá er hinum þóknast að svifta þá þeim. Hlýði lúterskir prest- ar í Rússlandi ekki harðstjórnarhoðum keisarans kirkjumálum þeirra viðvíkjandi, er þeim vægðarlaust vikið frá og þeir jafnvel sendir til Síberíu. Ýmsir flýja eignir sínar og óðul til þess að geta varðveitt trú sína. En margir, sem ekki eru fastir á svell- inu, kasta feðratrú sinni til þess að mega hafa frið og vera kyrrir.—Til þess að sem bezt takist að eyða hinni lútersku trú í Rússlandi kappkostar stjórnin að bœla sem allra mest niðr hina þýzku tungu þar í landinu, sem að undan förnu hefir verið í mestu hávegum höfð. þannig er trúarkennsla á þýzku nú gjör- samlega bönnuð þar, og merkan þýzkan skóla í Dorpat til mennt- unar kennurum er boðið að leggja alveg niðr. Og yfirumsjón allra lúterskra skóla í landinu er fengin í hendr manni nokkr- um, sem hatar Lúterstrúarmenn af öllu hjatra. Ef þýzkunni verðr bolað út, vonar stjórnin, að lúterska trúin lifi ekki lengi í því landi. —Einu sinni fyrir ekki mjög mörgum árum höfðu Danir fyr- ir kirkjumálaráðgjafa mann að nafni Fischer, sem ekki var kirkju og kristindómi meira hlynntr en svo, að hann ritaði bók á móti ritningunni sjálfri. Nú í síðustu tíð hafa þeir haft mann í þeim sessi, sem heitir Scavenius, og er sá orðlagðr fyrir opin- berar vammir í siðferðislegu tilliti. Lengi var þetta látið flakka óátalið. En nýlega hefir þó svo langt gengið með hneykslanir hans, að merkir kirkjumenn í Danmörk, þar á meðal Rördam og Brandt prestar, hafa opinberlega tekið til máls út af þessari viðrstyggð, og sýnt fram á, að annaðhvort yrði þessi œðsti em- bættismaðr þjóðkirkjunnur að hreinsa sig af þeim hertilega á- burði, sem hann liggr undir í almenningsálitinu, ellegar konungr hlyti að víkja honum frá. Stjórnin þegir, en það er þó talið líklegt, að Scavenius skifti um ráðgjafastöðu og verði gjörðr að utanríkisráðgjafa.—þaö er auðsætt, að það er meira en mál kom- ið til að ríkislcirkjan danska hætti að vera til. Og íslenzka ríkiskirkjan þarf að fara líka. —Henry Ward Beecher andaðist í Brooklyn 8. Marz. Hann er heimsfrægr flestum þessarar aldar mönnum fremr fyrir mælsku, stórkostlegar gáfur og fram úr skaranda starfsþrek. Hann var

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.