Sameiningin - 01.06.1887, Síða 3
—51
til æfiloka,—á þetta virSist alls ekki litið, og það er þó einmitt
þetta heitorð, þessi játning, sem fermingin er. Prófið í hinum
kristnu frœðum, sem bundið er við ferminguna, á að eins að vera
söfnuðinum sönnnun fyrir því, að unglingrinn hafi fengið nœgi-
lega kristindómsþekking til þess að vita, livað liggr í hverju ein-
stöku atriði fermingarjátningarinnar Annað ernúað vita, hvað
stendr í hinum kristnu frœðum vorum, og annað að vera í vilja
sínum ákveðinn í því að aðhyllast það, er þar er kennt, annað að
kunna „kverið“ utan að og annað að hjartað segi já og amen til alls
þess, er þar stendr. Einn unglingr getr verið kominn svo langt í
kristindómsþekking, að hann viti að gjöra grein fyrir trúarefni
og siðalærdómi hinnar kristnu opinbcrunar, án þess aö þessi frœði
só orðin lífsafl það, er ræðr í sálu hans. Og meöan maðr hefir
eigi að minnsta kosti líkur fyrir því að þetta síðara sé orðið, ætti
þá eigi að vera eitthvað viðrhlutamikið að láta unglinginn gjöra
þá hátíðlegu og yfirgripsmildu játning, sem gjörö er í ferming-
unni, þó að segja megi að hann kunni og skilji hinn kristna barna-
lærdóm sinn ? Er eigi eðlilegt og sjálfsagt, að sá, sem í nafni
drottins og safnaðar hans tekr fcrmingarloforðið af ungmennun-
um, vilji, úðr en hann gjörir það, fá hugmynd um að þau hvert um
sig hafi fengið lifandi sannfœring fyrir því, sem þau eiga að játa
í fermingunni, vilji áðr geta séð líkur fyrir því, að lífsstefna þeirra
só kristileg? Er eigi von að hverjum samvizkusömum presti
þyki hartað vera allt aðþvírekinn til að ferma ár eftir ár svo og
svo mörg ungmenni, sem ýmist virðast eigi hafa fengið neina
fasta lífsstefnu hvorki i eina átt né aðra, eða þá jafnvel með til-
liti til hugsunarháttar og hegðunar virðast frernr snúa bakinu að
kristindóminum ? Undir þessari pressu er þó vissulega margr
prestr á Islandi. Hann reyn;r í lengstu lög til að laga sig eftir
hinni heimskulegu og ósanngjörnu kröfu almenningsálitsins, að
hvert barn sé fermt þegar er það að lögum hefir aldr til; hann vill
sem minnst styggja menn í söfnuði sínum með því ekki að ferma
börn þeirra, þá er þau hafa náð lögaldri. Hann bendir foreldrun-
um, ef til vih, á, að barnið þeirra sé í rauninni lítt þroskað í
andlegu tilliti til þess að vorða þegar fermt. þeir aftr á móti herða
að honum og fullvissa hann um, að verði barnið nú fermt, þá
skuli því þó eins fyrir það haldið til þess að stunda hin kristnu
fi’œði sín. Prestrinn gjörir samvizku sína rólega með þessu og
fermir svo barnið. En það er eins andlega óþroskað fyrir því, og