Sameiningin - 01.06.1887, Page 4
—52—
svo er kristindómsnámi þess þar meö lokið, því heitorð foreldranna
um að lialdið skuli áfram með kristindómsfrœðslu þess eins eftir
sem áðr er yfir höfuð að tala alls ekki efnt eða þá að eins til
inálamyndar. En þegar svo prestrinn eftir reynslu margra ára
er búinn að sjá, að fjöldi ungmenna þeirra, er hann hefir fermt,
hverfr, þá er út í lífið kemr, gjörsamlega burtu frá kristindómin-
um, snýr alveg bakinu að kirkju sinni, setr sig beint upp á móti
trú og siðareglum hennar, getr hann þá lengr með góðri samvizku
lialdið áfram að ferma ungmenni hópum saman á hverju ári óðar
en þau hvert uni sig hafa náð svo kölluðum lögaldri, án þess að
vita neitt um það, hvað þeim líðr í kristilegu tilliti annað en að
þau að nafninu „kunna“ hinn álcveðna barnalærdóm kirkjunnar?
Yér vonum, að margir verði til að svara nei upp á þessa spurning.
Vér ætlumst til, að allir, sein alvarlega um þaðhugsa, sjái, að oss
dugar eigi í frjálsri kirkju vorri hér í landinu að fara með ferm-
inguna eins og almennt við gengst í ríkiskirkjunni heima á Islandi.
Eitt hið átakanlegasta dauðamerki á kirkjunrii íslenzku er ein-
mitt liin ríkjandi skoðan á fermingunni meðal almennings, sem
heldrþví fram, að ungmenni eigi endilega að ferma, þá er þau hafa
náð vissum aldri, án tilliti til þess hvort þau liafa fengið persónu-
iega sannfœring fyrir kristindóminum eða ekki, að eins að þau
geti í aðalatriðunum haft það eftir, er kirkjan kennir, bergmálað
með munninum meira eða minna af því, er stendr í „kverinu“.
Og bera nú ekki söfnuðir vorir, þeir er hér í landi eru grundvall-
aðir, á sér þetta sama dauðamerki ? því miðr hljótum vér enn að
svara þeirri spurning játandi. En hins vegar þarf engan að furða
að svo er í þessu efni sem er. Hví skyldi eigi enn mörg sömu
dauðamerkin vera á kristindómslífinu í nýmynduðum söfnuðum
vorurn hér eins og eru á kirkjunni heima, þar sem nálega allt
fullorðið fólk þessara barnungu safnaða er upp alið heima á íslandi
og hefir að miklu loyti gengið inn í þessa söfnuði með öllum þeim
andlegu einkennum, sem það hafði á sér þar beima ? Satt er það
reyndar, að augu eigi svo fárra í kirkju vorri hér eru orðin opin
fyrirþví, sem öfugt er við rnargar kirkjulegar venjur ogseremon-
íur í hinni íslenzku kirkju, og menn trúa engan veginn eins al-
mennt hér eins og heima á helgisiði þá, er tíðkazt hafa í kirlcju
vorri, svo semjvæt'i þeir hjartað í kristindóminum, er ávallt yrði
óbreytt að standa, enda hefir með almennings samþykki mörgum
seremoníum við guðsþjónustur safnaðarins verið breytt eða alveg