Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1887, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.06.1887, Blaðsíða 10
T —58— um þessi efni sé fullar af mótsögnum og vitleysum, sem óhœfa sé aS trúa lengr á annarri eins upplýsingaröld eins og þeirri, er vér lifum á. En mótbárur þær, sem hér eru fram bornar gegn þessum trúaratriðum kristinna manna, eru ekki, eins og mörgum kynni þó að koma til liugar, neitt nýtt, sein Kristo- fer Janson eða nokkur annar á vorri tíð hafi fyrst fundið upp. þær eru eldgamlar og marg-endrteknar af einutn andstœðingi lcirkjunnar eftir annan allt frá fyrstu dögum kristninnar. þær komu upp þegat er tekið var til að prédika kristna trú í heirn- inuin, svo liöfundr ritlinga þessara siglir hér algjörlega í kjöl- fari annarra manna, eigi síðr enn þeir, er fylgja kenning kirkjunnar og hafa tileinkað sér hana eins og sína eigin eign. Að því er sérstaklega snertir þrenningarlærdóminn, þá er fyrir kristnum rnönnum ekki spursmálið um það fremr en um nein önnur trúaratriði, hvort sá lærdómr verði slcilinn eða sannaðr á satna hátt og reikningsdœtni, heldr hvort hanti sé korninn frá Jesú Kristi og postuluin hans. Að neita því að hann sé frá Jesú Kristi og postulum hans kominn er nú eigi unnt nema með því móti að neita skýlausum orðuin nýja testamentisins og segja að meira eða minna af því, er þar er fram sett í nafni Krists sjálfs og postulanna, sé ranglega þeim eignað. Að því er Matte- usar guðspjallskýrir frá, leggr Jesús lærisveinum sínum að skilnaði þassa áminning á hjarta : „Farið ogkennið öllum þjóðum og skír- að þær í nafni föður, sonar og heilags anda“ (Matt. 28, 19). Með þessuin orðum er sannarlega þrenningarlærdómr kenndr; það getr engutn dulizt; svo úrræðin fyrir þrehningarféndr geta engin önnur orðið en annaðhvort neita því, að Kristr hafi nokkurn tíma sagt þetta, ellegar segja, að hafi hann sagt það, þá hafi hann hér farið með þvætting. Alveg sama verðr ofan á, þá er at- huguð eru þessi Krists orð í guðspjalli Jóhannesar (14, 16): „Eg mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yðr annan huggara, svo að hann sé hjá yðr eilíflega, sannleiksins anda, sem“ o. s. frv., og rétt á eftir (14, 26): „En huggarinn, sá heilagi andi, sem faðir- inn mun senda í mínu nafui, mun kenna yðr allt, og minna yðr á allt, sem eg hefi talað við yðr“. Og þessi sami þrenningar- iærdómr bergmálar í sálu Páls postula, þá er hann.ritar þessi lcveðjuorð í niðrlagi 2. bréfs hans til Korinþumanna: „Náð drottins Jesú Krists, kærleiki guðs og sameining heilags anda sé með yðr öllum", og eigi síðr í sálu Pétrs postula, þá er hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.06.1887)
https://timarit.is/issue/326434

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.06.1887)

Aðgerðir: