Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1887, Page 12

Sameiningin - 01.06.1887, Page 12
1 —60— út af fyrir sig, eins vonina og eins lcærleikann. þessar svo köll- uðu þrjár aSaldyggðir kristinddmslífsins eru auðvitað ekki per- sc'mur, en það gjörir eklcert til í þessum samanburði. En þótt vér tölum um þær hverja í sínu lagi, þá vitum vér mjög vel, að ekki er til kristileg trú án þess í henni sé fólgin bæði von og kærleiki, og það er ekki til kristileg von án trúar og kær- leika, og ekki til kristilegr kærleiki án trúar og vonar. Svo vér höfum hér þá andlega þríeining í trúnni, voninni og kær- leikanum, og sú þríeining getr, að oss finnst, gjört trúuðum kristnum mönnum að noklcru leyti skiljanlega þríeininguna í guðdóminum. Að þessi vor skýring á þrenningarlærdómi kristn- innar fullnœgi öllum ætlumst vér ekki til, enda er heimska að ætla sér að sanna til fullnustu á vísindalegan hátt leyndardónia trúarinnar. Janson vill reyna að sýna, að kenningin um guðdóm Krists leiði mann inn í „hringlanda af mótsögnum”. En er ekki mót- sögn í því aö láta Krist vera tóman mann, og halcla því þó föstu, eins og unitarar gjöra, að hann hafi gjört og gjöri það, sem enginn maðr getr gjört ? Getr nokkur dáinn maðr hvísl- að huggun í breyzk og særð hjörtu manna hér á jörðu, eins og Janson í annarri rœðu sinni, sem vór áðr höfum minnzt í „Sam“., segir að Jesús gjöri ? Og hvernig á sá, sem neitar guðdóms- eðli Jesú, að tráa því, að þessi sami maðr Jesús, sein fyrir meira en hálfri 19. öld er dáinn, standi hér niðri hjá manni, þegar manni liggr á, til þess að leiða mann til föðursins? eða að hann geti í anclanum tekið smábörn manna í fang sér og bless- að þau eins og í Gyðingalandi forðum ? eða að hann fái bless- að gleði þeirra, er nú eru hér uppi ? eins og hanu einnig heldr fram í sömu roeðu. Er ekki hér mótsögn enn þá erviðari viðr- eignar heldr en í því, sem kirkja vor samkvæmt ritningunni kennir, að hann, sem er „guð yfir öllu blessaðr að eilífu-1 (Róm. 9, 5) tekr á sig þjóns mynd (Filipp. 2, 5), sampínist vorum veikleika og er freistaðr á allan bátt eins og vér (Hebr. 4, 15)? Ur því skynseinistrúarmennirnir þykjast finna svo margar og miklar mótsagnir í kenning lcirkjunnar, þá ætti þeir að vara sig á að lenda ekki í endalausum mótsögnum sjálfir. Meiri hlutinn af þessari 3. rœðu Jansons snýst um sam- bandið á milli frjálsræðis og örlaga, og kemr þar fram hin hugg- unarsnauða og ókristilega skoðan hans á bœninni. Hann talar o o

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.