Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 3
131— var að minna menn á, hve lágt stoeði dyggðir og drengskapr í hinu íslenzba þjóðlífi á yfir standanda tíma. Svo ritlingr þessi hinn nýi, um launalögin íslenzku, liggr þá ekki svo fjarri mál- efni kristindómsins eins og við fyrsta álit kann að virðast. það er a.llt annar andi en kristindómsins, sem skapar slíkt ó- jafnaðar-fyrirkoinulag í borgaralegu líti og heldr því við, eins og kemr fram í nú verandi launalögum Islands. Löggfjöf, sem miðar að því, að einstaka menn í embættum, sumum hverjum með öllu öþörfum fyrir land og lýð, geti á almenningsfé lifað eins og konungar, meðan fátœktin sverfr svo að öllum þorra. íólksins, að hann getr naumast fram dregið lífið, hún styðr sann- arlega ekki heldr að því, að velvildarhugr til yfirvaldanna þró- ist hjá alþýðu. það þjóðfélag, þar sem þessi velvildarhugr er farinn, er óneitanlega illa komið. Og því miðr, svona er það á Islandi nú. Harðærið í náttúrunni á Islandi, svo tilfinnanlegt sem það er á yíir standanda tíma, er ekki eins vont eða hættu- legt eins og liið andlega harðæri, sem fólkið þar liggr undir. Hiirð lög, það er að segja þau lög fyrir borgaralegt félag, sem hahla ójöfriuði, ósanngirni, ranglæti á lofti, sem auðga og fita einstaka raenn á almennings kostnað,—slík lög geta ávallt af sér andlegt harðæri í mannfélaginu. þau herða hjörtun, fylla þau gremju og beiskju, staðfesta djúp milli þeirra, sem stjórna, og hinna, sem stjórnað er. það kemst kali og óvild inn i huga alþýðu til embættismannaflokksins í einni heihl, þegar slíkr herfilegr ójöfnuðr er uppi á teningnum. Hún freistast til þess að líta á alla embættismenn, einnig þá, sem at' lífi og sál berja.st fyrir hennar eigin heill og sannarlegum framförum, og sem þó eru látnir sitja við mjög lág laun, eins og kvalara sína og kúg- ara. Og öll stjórn fer henni að sýnast eyðileggjandi óblessan. Mönnum finn.st stjórn allt að því vera sama sem lcúgan, enda eru hinar lögboðnu skyldukvaðir, sem almenningr á að svara, víða um Island af alþýðu í einni heild nefndar með þessu nafni. ]>að er farið að bóla meira en lítið á reglulegum „anarkista“- hugsunarhætti, þar sem svona er komið !)• Og þar sem sá hugs- 1) Vér segjum hér: „reglulegum ,a«3?^rVto‘-hugsunarhaetti“, og göngum þar út frá Jteirri hugmynd, sem almennt er lögS í stefnu ,,anarkista“, nefnilega : aS þeir vilji kollvarpa öllti reglubundnu félagslifi, en vér viturn þó mjög vel, aS hin- ir vísindalegu leiðtogar ,,3«a;-tóto“-flokksins á vorri öld vilja að eins af laka alla opinbera, pólitiska stjórn i löndunum, láta állt undantekningarlaust verða að prfv-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.