Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 10
=Fi:E3TT:m:X7\ÍÆ:E3:F’
til safnaSarlaga fyrir söfnuði hins ev. lút. kirkju-
telags Isl. í Vh., samþykkt á kirkjuþingi
þess sumarið 1887.
I.
Nafn safnaðar vors er ........ ....
II.
TRÚAR JÁTNIN G.
1. Guðs orð, eins og það er opinherað í liinum kanonisku
bókuin ritningarinnar, er hin sanna uppspretta og hið fullkomna
lögmál fyrir kenning, trú og hegðan safnaðarins.
2. Söfnuðrinn játast undir lærdóma heilagrar ritningar á
sama hátt og hin lúterska kirkja á íslandi í trúarjátningar-
ritum sínum.
o. Söfnuðrinn skal vera í sambandi viðhið lúterska kirkju-
fólag íslendinga hér í landi, sem fylgir sömu trúarjátning og
hann.
III.
KIRKJUSIÐIR.
Með tilliti til hátíða og helgihalda og annarra kirkjusiða
skal söfnuðrinn haga sér eftir því, sem tíðkast í hinni lútersku
kirkju hér í landi, að svo miklu leyti, sem honum þykir við eiga.
IV.
SAFN AÐARLIMIR.
1. þeir, sem gjörast vilja limir safnaðarins, skulu gefa sig
fram við prestinn eða einhvern af fulltrúum safnaðarins, og
skal þeim heimilt að taka í söfnuð hvern þann, er fullnœgir
eftir fylgjandi skilyrðum :
a) að hann sé skírðr og fermdr,
b) hegði sér kristilega,
c) samþykki og undir skriíi lög safnaðarins,
d) skuldbindi sig til að greiða fé til þarfa safnaðarins eftir
því, sem efni og ástceður leyfa.
2. Börn þeirra, sem í söfnuðinum standa, skal hann ann-
ast um að fái kristilega frœðslu og uppeldi.