Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 9
—137—
þaS er þá ekki tómr clauðaboSskapr, sem náttúran á haust-
um og vetrum fiytr oss. DauSaboSskapnum fylgir lífsvon, hið
blessaða evangelíum uppiisunnar. þegar þýtr í hinum visnuðu
laufblöSum trjánna um leið og hauststormarnir blása yfir jörð-
ina, er þá ekki sem þú heyrir rödd, er svo mælir: „Vér erum
nærri dauða, og þú, maðr, ert einnig nærri dauða“? Grösin visna
og blöðin falla; en líka :
„Menn hníga dag frá degi
í duft sem visin strá,
svo skugga’ og annað eigi
þá alla telja má;
menn leita og lúnir strita
sér litlum notum að,
menn safna,’ en sízt þó vita,
hver síðar erfir það.“
Já, bráðum erum vér alfir hnignir til moldar eins og sumar-
gróðinn, sem nú er visnaðr og dáinn. þaS knýr menn til að
líta öSrum augum á hið jarSneska líf sitt en ella myndi. Fyrst
dauSinn er svo nærri, er þá ekki bezt aS láta hóflega, þó að
veraldarvonirnar hafi margar brugSizt, þó aS margt sé í líkam -
legu tilliti öSru vísi en helzt var á kosiS ? Fyrst dauSinn er
svo nærri, er þá ekki mál að hætta fyrst og fremst að hugsa
um og lifa fyrir veraldargœðin ? Fyrst dauSinn er svo nærri,
og eilífð eftir dauðann, gleðileg fyrir guðs börn, hryggileg fyr-
ir heimsins börn, er þá ekki sjálfsagt, aS fiýta sér aS verSa
guSs barn, svo maðr geti í því dauSinn er kominn í augsýn
sagt: „Vér erum nærri dauða, en sjá, vér lifum samt“?
Ert þú ekki í andlegu tilliti nærri dauða ? Eða ert þú,
ef til vill, í andlegum skilningi þegar dáinn ?—„Eg býð þér“,
segir Jesús, „að þú rísir upp.“ Hann býðr öllum að rísa upp
í andlegu tiliiti, af því hinn Ifkamlegi dauði er svo nærri.