Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 8
—136— úran allt í kring um oss á þessum tíma ársins prédikar þetta fyr- ir hverju mannsbarni voru um leiö og hún er aS flytja oss inn í vetrinn. þaS er kominn vetr. SutnariS er húiS aS kveSja oss. HaustiS flutti oss fleiri og fleiri vetrarmerki jafnvel áSr en vetrinn, eftir íslenzkum tímareikningi, gekk í garS. JörSin hylst um þetta leyti, á því svæSi, er vort fólk byggir, hér og heima á Islandi, sinni vanalegu hvítu líkbæju. Kuldinn og klakinn fær nú úr þessu fullkomiS ríki hjá oss í náttúrunni. Dagarnir styttast óðum, og nóttin lengist aS sama skapi. Líti menn yfir jörðina aS haustlagi, þá er nálega ekkert annað en tóma visnan að sjá í gróðrarríkinu; blómin eru fallin; laufin á trjánum visna og falla til svojarSar, sum fyr og sum seinna, þar til ekkert er eftir; og áSr en snjórinn hylr jörSina eru allar grasslétturnar orSnar nábleikar og búnar til moldar. Er ekki lexía í öllu þessu fyrir oss ? Hefir náttúran ekki talaS til þín, dauSlegr maðr, á næst liS- inni tíð ? Og talar hún ekki til þín nú ? Getr þú litið grösin í sinni visnan á haustum eða í vetrarbyrjan svo, aS þú ekki fáir þar neina hugvekju, lærdómsríka bending með tilliti til sjálfs þín, meS tilliti til þíns eigin lífs og þíns eigin dauða ? Oss finnst, að enginn geti annað, svo lengi sem nokkurt grasstrá stendr upp úr snjónum á jörSinni umhverfis hann, en heyrt hvert ein- stakt þessara visnuðu grasstráa og þau öll í einu tala, enda þótt þau í bókstaílegum skilningi öll þegi, prédika fyrir oss meS guSlegu máli, þó aS þeim hafi ekkert mannlegt eða jarSneskt mál veriS gefið. Hver, sem leggr við eyrun, getr heyrt þau öll tala nú. þau prédika öll, eins og meS einum munni, hiS sama sem Páh oostuli prédikaSi til forna, þetta: „Vér erum nærri dauSa, en sjá, vér lifum samt“. Visnanin varð meiri og meiri eftir því sem lengr leið fram á. haustiS, og eftir aS reglulegr vetr er kominn, er visnanin orSin algjör, og nvi höfum vér nærri því tóman dauSa fyrir augum vorum í náttúrunni. En vetrinn stendr ekki yfir nema sinn á kveSna tíma, og þegar hann er á enda, og vorsólin hefir sent hingaS niSr hina vermandi geisla sína, þá vaknar aftr líf af dauSa, trén skrýSast aftr sínum grœnu lauf- blöSum, og grundirnar standa á ný grœnar og grasi klæddar. Freekornin, sem á liðnu sumri eru fallin í jiirðina, lifa, þó aS þau frjósi og deyi meSan vetrinn stendr yfir.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.