Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 16
144—
ustu-samkoma yfir vetrinn úr >ví. StœrfS kirkjunnar er: 66 fet á lengd, 46 fet á
breidd, veggjahæð 30 fet. Ank aðalhússins er forkirkja 12 feta löng og 18 feta
breið.—Kirkjan er með “gallerí”-um, sem |>ó varla verða alsmiðuS fyr en seinna,
og mun kirkjan, þegar J)au eru fullgjörð, hafa rúm fyrir sæti handa S00 manns eða
vel það.
---------------------------
Lexíur fyrir sunnudagsskólann ; fjórð'i ársfjórðungr 1887.
10. lexía,
11. lexía,
12. lexía,
13. lexía,
sd.
sd.
sd.
sd.
4. Des.: Dœmisagan unt sáðmanninn (Matt. 13,
1-9).
11. Des.: Dœmisagan um illgresið á meSal hveit-
isins (Matt. 13, 24-30).
18. Des.: Aðrar dœmisögur (Matt. 13, 31-33 og
44-52).
25. Des,: Yfirlit og jólaevangelíið.
-—■«4«-----►- • ""1*1......•—«----7^7"
Af því mér er kunnugt um það, að víða meðal íslendinga í hinum ýmsu
söfnuðum vorum hér í landi er skortr á íslenzkum guðsorðabókum, þá vil eg fyrst
og frerost geta þess, að biblíur og nýja testament eru að fá hjá mér með sama
verði og áðr er auglýst í ,,Sam. “ að á þeim sé, og eins dálitlar leifar af barna-
lærdómskverum séra H. H. og Balslevs biblíusögum hjá hr. Arna Friðrikssyni hér
í Winnipeg,—aðrar guðsorðabœkr ekki til sölu neinsstaðar hér vestra, svoegviti af
—, og í annan stað vil eg, með tilliti til Islendinga i Canada. ráðleggja hverjum ein-
stökum söfnuði, eða, þar sem ekki er reglulegr söfnuðr myndaðr, einstökum leið-
andi mönnum fyrir hönd fólks í sínu nágrenni, að láta mig vita, hve mikið af slík-
um bókum söfnuðrinn eða fólkið í því byggðarlagi vill fá, upp á það auðvitað, að
borga þær, þá er þær væri fengnar, viðstöðulaust, og yrði þá hver einstakr söfnuðr
að ábyrgjast greiða og skilvísa borgun fyrir allt það, er þar væri pantað. Skyldi
eg þá reyna til að útvega í einu allar hinar um beðnu guðsorðabœkr heiman frá Is-
landi á næsta sumri. En að útvega eina og eina bók fyrir einstaka menn er mér
eigi unnt.—Fólk, sem heima á innan Bandaríkja, ætti eigi að láta neinn hér f
Canada panta bcekr fyrir sig, sökum þess að þá leggst tvöfaldr tollr á slíkar bœkr,
nl. fyrst við flutninginn inn í Canada, og svo annar nýr við flutninginn héðan inn
í Bandariki, heldr ætti menn þar, sem bœkr vantar, að slá sér saman, og gjöra
sérstaka pöntun til Islands á hvern þann hátt, sem tiltcekilegr kann að sýnast.
Winnipeg, 3. Nóv. 1887.
Jón Bjarnason.
“SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi
$1.00 árg. ; greiðist fyrir fram.—Skrifstofa blaðsins : 190 Jemima Str., Winnipeg,
Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd : Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal (féhirðir),
Magnús Pálsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurðr J. Jóhannesson.
Prentað hjá Mclntyre Bros., Winnipeg.