Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 5
138— lagsskapr allr rneðal íslendinga rnnni mestmegnis verða til þess að korna einstökum mönnum upp, auöga og hefja til tignar þá, sem te- lagsskapnum stjórna, en almenningr beri ekki annaS úr býtum en að fáá sig nýjar byrðar, auknarálögur, tiliinnanlegar skyldukvaðir. þaS er þessi tilfinning hjá fjölda fólks af vorri þjóð, sem tálm- ar öllu fólagsskaparlífi vor á meSal, enn sem komiS er, í þessu frjálsa landi. Og hinar óheppilegu stjórnarástoeSur, sem þjóSin íslenzka hefir veriS háS um langan aldr, hafa komiS þessari tilfinning inn í huga almennings. Sanngjörn lög og réttlát stjórn breyta hugsunarhætti þessum, svo aS tortryggnistilfinningin, sem nú er svo rótgróin hjá mönnum, hverfr. En þaS sýnist eiga langt í land, aS Island fái sanngjörn lög og réttláta stjórn. þaS sýn- ist vera jafnlangt þess aS bíða eins og þess, aS kirkjan þar rísi úr því dauSadái, sem allir viðrkenna aS hún liggi nú í. það er kirkjan, sem á að við halda kristindóminum meSal þjóSar vorrar. Ef lifandi kristindómr nær aS ríkja hjá hinni íslenzku þjóð, þá hverfr ójöfnuðrinn, ranglætið, kærleiksleysiS, ekki ein- ungis í prívatlífi manna, heldr og í stjórnmálum og löggjöf, aS svo miklu leyti sem stjórnin og löggjöfin eru í höndum almennings. „ Vér erum nœrri dauð'a, en sjá, vér lifum samt“ (2. Kor. 6, 9). I 148. sálmi DavíSs er einkennileg og merkilega hátíSleg O O Ö O lofgjörð til drottins. þar er talaS til sólar og tungls og stjarna, til himnanna, til vatnanna, til ófreskjanna og undirdjúpanna, til eldsins og haglsins, til snjávarins og þokunnar og stormanna, til fjallanna og hæSanna, til trjánna, til villudýranna og fón- aSarins, til fuglanna og ormanna, og þeim, ásamt hersveitum englanna í himninum, ásamt œðri og lægri, yngri og eldri með- al manna hér á jörSu, boðiS aS lofa drottin. Ollum mun þykja eitthvaS stórkostlegt viS slíka áskoran. En hvort menn al- mennt skilja hana, það er annaS mál, stórmikiS efamál. Hvernig geta menn sagt dauðum eða skynlausum hlutunum að lofa drottin ? Eða mun nokkuð náttúran breyta gangi sínum fyrir áskoran dauSlegra manna, og það enda þótt mennirnir væri fullir af guðlegri andagift ? Munu himintunglin eða höfuðskepnurnar, fjöllin eða trén, fénaSrinn eSa fuglarnir eSa

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.