Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.11.1887, Blaðsíða 6
—134— ormarnir taka til aS lofa drottin fyrir vora áskoran ? Er ekki þetta tóvnr skáldskapr, sterk orð og íogur orS, sein að éins lýsa hjartanlegri ósk þess rnanns, sem fullr er af trúaðri andagift ? Jri, vissulega er það skáldskapr, en þess vegna er það líka sannleikr, því ef sannleikr er ekki í því, sem kallað er skáldskapr, þá er það enginn skáldskapr. OrSin eru sterk, því þau eru út gengin frá hjarta fullu af trú á hinn lifanda himnanna drottin. Orðin eru fögur, en þau hætti að vera fögur, ef hér væri verið að óska þess, sem ómögulega gæti orSið. Hvers er óskað ? þess, aS öll nátt- úran loíi drottin. Lofar hún þá ekki drottin ? Jú, segir trúaðr kristinn maðr í hjarta sínu, öll handaverk drottins lofa liann. Vantrúarmaðrinn segir í sínu hjarta: „það er enginn guS til, og úr ríki náttúrunnar heyri eg engan lofsöng til drottins“.— En þá erum vér nú komnir að því, aS geta svarað upp á þá spurn- ing, hvers vegna hið mikla, guð-innblásna sálmaskáld skorar á náttúruna hátt og lágt og býðr henni að lofa drottin. Lof- gjörSaráskoranin er í rauninni eldheit, brennandi bœn til drott- ins um það, að hann opni eyru allra mannanna barna svo, aS þau heyri þann lofsöng, sem hin skynlausa náttúra sí og æ, á degi og nóttu, vetr, sumar, vor og haust, syngr skapara sínum. Skáldið er að biSja fyrir vantrúnni hér í jarðneskum mann- heimi, að hún af því, sem fyrir augu og eýru ber í náttúrunni, dagsdaglega megi hreytast í trú. Hann er að biðja til drottins um það, aS þeir, sem ekki sjá guð í hans handaverkum, megi sjá hann, aS þeir, sem ekki heyra þar til hans eða ekki skilja það mál, er hann talar þar, megi beyra og skilja, fallafram í auðmýkt og iSran, trú og von, og tilbiðja hinn almáttuga vísdóm og kærleika.—Askoranin til náttúrunnar um að lofa drottin er þú líka í rauninni áskoran til mannanna, um leið og hrin er bœn til hins lifanda guðs fyrir mönnunum, um að þeir byrgi ekki lengr fyrir eyru og augu, heldr heyri og sjái, tilbiðji og trúi. það er eins og þegar vér eftir Jesú eigin fyrirmælum biðjum með hinni fyrstu bœn af faðir-vor: „Helgist þitt nafn“. Er þá ekki nafn guðsheilagt, þó að vér ekki biðjum svo ? Jú, vissulega. það heldr áfram að vera heilagt um alla eilífð, hvort sem vér biSj- um eða biðjum ekki; þaS væri eilíflega jafnheilagt, þó :iS ekki ein sál í öllum heimi bæði fyrir því. En, segir Lúter, vér biðj- um um, að það verði heilagt hjá oss. • Ver biSjum meS þessari bœn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.