Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1888, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.03.1888, Blaðsíða 16
—12— Svo Jesús dó J)á af því, að í bókstaflegum skilningi brast hiarta hans. “ J>egar hjarta Jesú Krists brestr í dauða hans, þá sést fullkomlega inn í hjarta guðs almáttugs. |>á sjáum vér, hve óendanlega heitt og sárt guð elskar þessa aumu og syndum hlöðnu kynslóð vor mannanna. Hann getr ekki látiö vera aB samlaga sig manneðlinu og gangá undir hinar sárustu píslir, sem því geta verið búnar. Vantrúin segir, að guði sé óverðugt að gjörast maðr og líða hér með mannlegri tilfinning. En eftir því verðr guði lika óverðugt að hafa kærleik til mannanna. Hinn mesti kærleikr, sem vér getum hugsað oss, kemr nti einmitt fram í J)ví, að vera fús til að J)jást, kveljast annarra vegna. Ef Jm vilt vi'a, hvort einhver, sem J)ú kallar vin, elskar Jng heitt og hjartanlega. J)á vittu um, hvort hann vill líða fyrir þig, er fús til að þjást þín vegna. Sértu viss um, að hann vill það, hafirðu reynt það af honum, þá hefir þú óræka sönnun fyrir því, að hann elskar þig. „Sro elskaði guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son.“ Ilann gefr út sitt eigið hjarta í Jesú, og þetta hjarta, það líðr þangað til |>aö springr af angist—þín vegna. syndugr maðr ! „Gegn um Jesú helgast hjarta í himininn upp eg Iíta má, guðs míns ástarbirtu bjarta bæði fæ eg að reyna og sjá ; hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu rninni hverfr þá“—segir Hallgrímr Pétrsson. Píslarsaga Jesú er hjartað í kristindóminum, af því þar sést svo áþreifanlega, hve heitt hinn heilagi guð elskar syndug bðrn jarðarinnar. Úr Islendingabyggð í Pembina County í Dakota hefir oss borizt þaö, er hér fer á eftir. Vér ábyrgjumst, að hér er rétt með farið. Annars hefðum vér ekki tekið það í „Sam.“ „Sá andi er hér til, sem heldr því fram, að sunnudags- skólinn sé liin versta og háskalegasta stofnan, er til sé, fyrir œskulýðinn, því hann læri þar ekkert nema þessa sömu anda- drepandi tuggu, nefnilega guðs orð biblíunnar, er sé hið versta átumein í mannfélaginu og tálmi allri menning og frelsi, og yfir höfuð að tala öllum vísindum og framförum, en haldi fólki í áþján og kúgan og fávizku. þessa og þvílíka kenning þarf eigi að fram fiytja með neinni sérlegri málsnilld, til þess að hún fái inngöngu hjá unglingum, og margir af eldra fólki eru líka fúsir að veita henni viðtöku. það er sagt, að hér sé nú að koma upp svo kallað „Menningarfélag“, sem þvkist ætla að efia menning og siðgreði og frelsi og allt, sem heyrir til þess að lyfta manninum upp. Maðrinn á að frelsa sig sjálfr og komast með e'gin vís- dómi til sinnar œðstu tignar og sælu. Bœkr svo kallaðra vís- indamanna, eins og t. a. m. Robert Ingersolls og hans líka, eiga að hjálpa fólkinu beina leið upp á við, hjálpa því til að slíta

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.