Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1888, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.03.1888, Blaðsíða 18
—14— hafa fœrzfc svo í ásmegin, aS þeir treysta sér að ganga á hólni gegn krisfcilegri kirkju, hinu mesta sfcórveldi tilverunnar, og sýn- ast hafa vissa von um, að geta lagt hana aS velli. Heldr eykst mönnum nú hugrinn, þegar til Ameríku er komið! Garðar-söfnuör í Pembina County, Dakota, er í fjörugum undirbúningi með að koma sór upp kirkju. Samskot hafa ver- ið gjörð þar til kirkjubyggingarsjóðs, sem virðast hafa gengið ágætlega vel. það eru til menn þar, sem þegar hafa gefið til fyrirtœkisins allt að 50 doll., og er þó búizfc við, að þeir hinir sömu gefi eins mikið í saina augnamiði áðr en eitt ár er lið- ið. það kvað þegar vera búið að hafa upp hátt á 10. hundr- að dollara í loforðum, sem sumpart eru þegar. greidd og sum- part til á vísum stöðum, hve nær sein safnaðarstjórnin kallar eftir þeim. Kirkjustœðið er á Garðar. Kirkjubyggingarnefnd hafði nýlega verið kosin á safnaðarfundi, sem þegar mun tekin fcil starfa. Timbr í utanbygging kirkjunnar er búizfc við að verði komið á staðinn, þar sem kirkjan á að standa, um mánaðamótin Apríl og Maí. Mikill áhugi kvað almennt vera { söfnuðinum fyrir framkvæmd þessa fyrirtœkis, eins og líka er augsýnilegt af því, hve miklu fé þar hefir til þess verið skotið saman á stuttum tíma. En líka í Vídalíns-söfnuði, norðar og austar í liinni íslenzku byggð í Pembina County, er verið að hugsa urn, að korna sér upp hœfilegu guðsþjónustuhúsi, og nefnd manna er sömuleiðis þar kosin til framkvæmdar málinu. Og þó að efnahagr fólks í þeim hluta byggðarinnar sé að vonum erviðari en fólks í Garðar-byggðariaginu, er áhuginn fyrir fyrirtœkinu, að því er virðist, sarnr á báðum stöðunum ----Söfnuðir norsku synódunnar, sem, eins og kunnugt er, ver- ið hefir lang-fjölmennasta lúterska kirkjudeild Norðmanna í Bandaríkjum, týna nú óðum tölunni. Deilan um náðarútvaln- inguna, aftrhvarfið og frjálsræði mannsins milli Missouri- manna og Anti-Missoúrimanna, sem allt af helzt við, veldr því. Missourimenn eru í meira hluta í kirkjufélaginu, og þá er and- sfcœðingar þeirra þóttust sjá sittóvænna, tóku þeir til þess óyndis-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.