Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1888, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.03.1888, Blaðsíða 20
—16— Um leið og „Sameiningin“ með þessu númeri byrjar þriðja árgang sinn, þyk- ir útgáfunefnd blaSsins hlýSa, aS þakka öllum þeim hjartanlega, sem stutt hafa blaðiS á liðinni tíð, bæði með því að kaupa það sjálfir og eins með því aS breiða það út á meðal annarra. Umboðsmenn ,,Sameiningarinnar“ víðsvegar um byggðar- lög íslendinga hér vestra hafa hingað til ekki fengið, ög ekki heldr nokkurn tíma gefið í skyn, að þeir ætluðust til að fá, eitt einasta cent í þóknunarskyni fyrrir ómak sitt við útbýting blaðsins nieðal kaupenda eða innhe'mtu andvirðisins fyrir það. J>etta er stórrar þakkar vert. Jafnframt því nú aS lýsa yfir þessari þökk til hinna hátt virtu umboðsmánna, auglýsir útgáfunefndin hér með, að með þvi að fjárhagr blaðsins er viðunanlegr og útbreiðsla þess fer allt af heldr vaxandi, þá hefir hún ályktað, að veita hverjum einstökum umboðsmanni blaðsins, sem hefir 7 kaupendr og þar yfir og sem stendr skil á borguninni frá þeim, frá byrjun þessa árgangs, sjöunda part andvirðisins frá þessum kaupendum í ómakslaun. Og eins er hér með auglýst, að hver annar, sem hér eltir útvegar ,,Sam“. 7 nýja kaupendr og þar fram yfir og sem stendr útgáiunefndinni skil á borguninni, fær sjöunda part and- virðisins í þóknunarskyni fyrir íyrirhöfn sina.—Vér biðjum menn að alhuga, að þetta eru hin langbeztu kjör, sem nokkurt íslenzkt blað hér hefir enn boðið' stuðnings- mönnum sínum. Vér vonum, að þau verði tekin til greina, og að ,,Sam.“ fái nú á 3. æfiári sinu marga nýja kaupendr. . ]>á alla, sem fengið hafa lioðsbrjéfiS frá mér upp á þýðing mína af bók Monrads : ,,Ur heimi bœnarinnar“, bið eg gjöra svo vel hið fyrsta að senda mér það aftr með þeim áskrifendum á,*er þeim hefir tekizt að safna, til þess að eg áðr en langt um lfðr geti fengiö hugmynd um það, hvort nokkur tiltök eru til þess, að eg geti ráðizt í að láta prenta bókina. Og sé svo, að einhver þeirra, er BoSsbréfiS hefir fengið, hafi af einhverjum orsökum ekki séð sér fœrt, að útvega neina áskrifendr, þá vildi eg mælast til, að sá hinn sami léti mig vita það, svo eg búist ekki við áskrifendum þaðan, sem enga er að fá. Hins vegar vonast eg eltir, að allir þeir, sem um það er hugað, að fólk vort eignist fleiri virkilega góðar bœkr, styðji að þvf, að þessi bók geti orðið gefin út á íslenzku. Winnipeg, tó. marz 1888. Jón BJarnason. tST Ef einhver kaupandi „Sam. “ í Winnipeg eða annars staðar, sem á að fá blað sitt beinlinis frá útgáfunefndinni, fær ekki blað sitt, þá gjöri hann svo vel, að láta einhvern nefndarmanna vita það sem fyrst. En þeir, sem blöð sín eiga að fá frá einhverjum umboðsmanni vorum í hinum islenzku byggðarlögum nyrðra eða syðra, snúi sér i þessu efni til hans, sem svo lætr oss aftr brátt vita, ef eitthvað er vansent eða missent, og verðr þá hið fyrsta úr því bœtt of oss. “SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi $1.00 árg. ; greiðist fyrir fram.—Skrifstofa blaðsins : 190 Jemima Str., W’innipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd : Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal (féhirðir), Magnús Pálsson, Friðrik J. Bergmann, SigurSr J. Jóhannesson.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.