Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1888, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.03.1888, Blaðsíða 8
—4— börnin sín—andlega, og finna ekki til. Svefndrykkrinn hefir veriff tekinn inn, og hann hefir hrilið. Og hvað er sorglegra en þaS ? Er ekki betra, að taka engan slíkan svefndrykk, þö að það kosti það, að hjartanu bloeði og tárin hrynji ? Og eins er um hvert annað mótlæti, hvern annan kross. Svo lít eg aftr tii Golgata. Einn er krossfestr saklaus, tveir sekir. Einn er krossfestur fús og viljugr, hinir tveir nauðugir. það er ó- endanlegr munr á því, að líða eitthvert böl þannig, að maðr hefir bakað sér það með syndum sínum og að líða það saklaus, að líða nauðugr og að líða viljugr. Enginn skilji nú reyndar þes.si orð svo, eins og liér sé verið að gefa í skyn, að syndúgr maðr líði í rauninni nokkurn tíma saklaus í sama skilningi og Jesús Kristr. Eg veit og játa hátíðlega, aö livort sem vér líðum böl eða erum lausir við böl, þá erum vér ávallt sekir syndarar. Og hitt verðr eins að játa, að allt böl, sem mannlífinu fylgir, stafar af syndinni, sem með fylgjandi er manneðli voru. Eg veit, að Jesús leið syndlaus og saklaus. Eg veit, að eg líð aldrei nema eins og sekr syndari. En það er ekki nema sumt böl, sem eg beinlínis hefi bakað mér sjálfr. Og eins getr þú, hver sem þú ert, bent á sumt böl, hvílanda á þér, suman kross, sem við þig er bundinn, er þú getr sagt að beinlínis sé þér að kenna. Hinir tveir, sem með Jesú voru krossfestir, höfðu beinlínis bak- að sér sinn lcross sjálfir; með sinu undan gengna syndalífi höfðu þeir í rauninni sjálfir neglt sig á krossinn. þeirra eigin synd negldi þá á þeirra kvalakross. Annarra syndir, alls heimsins syndir negldu Jesú á lcrossinn, og af því kærleikr hans fyllti brjúst hans til þeirra, er syndgað höfðu og syndga myifdi, þá gekk hann fús út í þessar kvalir. , Er syndugum inanni unnt, að láta negla sig eins og Jesús fúsan og viljuganá sinn kross ? Já, syndugra manna kross getr orðið heilagr Krists kross. þegar kærleikr til guðs og manna kom þér til að líða hörmungar, þú, guðs barn, þá var þinn kross Kiists kross. þú gazt slopp- ið við það stríð, en þú vildir það ekki, þótt þú sæir það fyrir, af því kærleikrinn rak á eftir. Stundum var svo, að því hafðir ekki kosið þér sjálfr krossinn. Ástvinr þinn missti heilsuna, varð dauðveikr, leið lengi milli lífs og dauða. þú vaktir hjá honum, leiðst með honum, lézt binda þig við hans kross; það skar þig í hjartað, en af því kærleikrinn bjó i hjartanu, varstu tus að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.