Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1888, Síða 3

Sameiningin - 01.11.1888, Síða 3
—139— „Ljósið, sem tindrar á tárum“ — segir Mattías Joklcums- son. Eg telc þetta stef út úr því raunalega sambandi, sem það stendr í hjá skáldinu, og set það í samband við það, sem eg er hér um að tala. því þegar ljós endrlausn- arinnar, upprisunnar og eilífs lífs, með öðrum orðum ljós hins kristilega evangelíums, sldn á tár Jesú lærisveina, þá tindra þau eins og blikandi stjörnur á nætrhimninum, og þá skín brosið guðs barnanna út úr þeim. En — „það er svo oft í dauðans skuggadölum, að dregr rnyrkva fyrir lífsins sól; mér sýnist lokað Ijóssins gleðisölum, öll. lolcuð sund og fokið hvert í skjól.“ Hvers vegna er þetta svo sorglega oft eins og vér greini- vitum að er fyrir þeim, sem þó í rauninni trúa gleðiboð- skap kristindómsins ? Hvers vegna ber svo hörmulega lít- ið á sigri hrósandi gleði hjá þeim, sem þó hafa dregið sig inn í hóp Jesú lærisveina, í lífsraunum þeirra ? Hví sést það svo átakanlega sjaldan, uð brosið skíni í gegn um tár vor? „Svo lýsi og yövart Ijós öðrum mönnum“, segir Jes- ús í síðasta versi texta vors. En vort ljós, kristindóms- ljósið, sem vér eigum í eigu vorri, það tórir svo veikt og daprt hjá oss, að það lýsir marg-oft jafnvel eigi sjálf- um oss, þegar út í einhver sorgamyrkr verðr að ganga, hvaö þá, að aðrir menn sjái nokkra birtu út frá oss ganga til sín. Og þó kemr mér ekki til hugar, að trú hinna mörgu játanda Jesú Krists, sem svo er ástatt fyrir, sé tóm uppgjörð eða hrœsni. Og enn þá síðr dettr mér í liug, að það sé nokkuð of-sagt af Jesú, þegar hann ætlast til þess og áminnir um það, að ljós lærisveina hans skuli lýsa öðr- um mönnum, eða þegar hann rétt á undan texta vorum skorar á lærisveina sína að fagna og vera glaðir, um leið og hann segir þeim fyrir krossferilinn, er lá fyrir framan þá, hinar voðalegu ofsóknir, sem biðu þeirra út af því að halda hans málefni uppi í heiminum. Hann gengr út frá því sem sjálfsögðu, og eg trúi því sem alveg óyggjanda guðlegum sannleika, að hinn lcristni maðr getr fagnað og verið glaðr í hinu harðasta stríði lífs og dauða, getr látið bros skína í gegn um öll sín tár, getr látið himneska birtu

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.