Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1888, Page 8

Sameiningin - 01.11.1888, Page 8
—144 srnyrslin, er Jesús var smurSr meö skömmu fyrir síðustu innreið lians í Jerúsalem, skyldi vera eytt á þann hátt. Og þó að nú Símon magus sýndist meta andlega hluti meira en silfrið sitt, þegar hann bauð postulunum fé fyr- ir náðargáfur heilags anda, þá var þó eflaust ekki svo í raun og veru; þvert á móti hugsaði hann sér etíaust, að gjöra sér nú einmitt féþúfu úr hinum eftirœsktu náðar- gáfum; hann ætlaði að pranga með kristindóminn, hafa meiri peninga upp úr kristninni, heldr en hann hafði áðr haft upp úr sínu töfrabralli. Og svo var hann svo ein- faldr, svo starblindr, að ímynda sér, að Pétr og hinir post- ularnir, sem með honum voru, tryði líka eins og hann á peninga. Mammonsþjónarnir, þessir menn, sem allt fæst hjá fyrir peninga og sein halda, að allt fáist hjá öðrum fyrir peninga, eru allt af í vissum skilningi blindir eða að minnsta kosti hálfblindir; enda er heiðna guðnum, Mamm- on, sem þeir eru kenndir við, svo lýst, að hann hafl greini- lega verið eineygðr. Augað, scm hortir á heiminn og hans dýrð, hjá áhangendum mammons, er ákaflega stórt. En auga til að horfa á guð, á syndina, á eilífðina með, það hafa þeir ekkert til; þeir eru búnir að stinga það augað úr sér. Og aumingja-Símon ínagus liélt, að Pétr væri líka eineygðr á sama hátt og hann sjálfr; hann ímyndaði sér, að það væri sama peningatrúin hjá honuin og sér; hann hélt, að sama rotnanin rikti í lians hjarta og sínu. Hugs- um oss, — þó vér nú reyndar alveg ekki getum hugsað oss það, — að Símon magus hefði fengið það, sem hann í þetta skifti vildi fá fyrir peninga, — hvar var þá salt jarðarinn- ar ? hvar var þá það, sem átti að varna því, að iiin sið- ferðislega rotnan hjá þessuin auðvirðilega mammonsþjóni næði að breiðast út og eta um sig ? Og liugsum oss aftr á móti, að allir kirkjunnar menn kœmi nú viðlíka fram eins og Pétr og hinir postularnir, þegar einhver af hin- um óteljandi útgáfum af Símoni, sem heimrinn á í eigu sinni og sem djöfullinn er sí og æ að útbreiða ríki sitt með, stendr freistandi með peninga sem agn fyrir frainan þá. Hví- lík stórkostleg, gleðileg, blessunarrík breyting frá því, sem nú er! Eg vil, að öllum, sem liugsa eins og Símon magus og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.