Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1888, Síða 12

Sameiningin - 01.11.1888, Síða 12
—148— er 75 árum eldri en lögboðna enska biblíuþýðingin, eða frá árinu 1536. Höfundrinn er Richard nokkur Taverner, œðsti ritari Tómasar Crumwell, ráðgjafa Hinriks áttunda. Hún minnir á það tímabil, þegar svo leit út, sem trúbótarbyltingin á Englandi myndi verða á algjörlega lúterskum grundvelli. Yetrinum áðr en þýðing Tavemers kom út á Englandi, hafði nefnd af enskum guðfrœðingum setið í Wittenberg á J)ýzka- landi og rœtt fram og aftr um hvert orð og hverja setning í Ágsb.játningunni við þá Lúter og Melanchthon. þeir hurfu aftr til Englands eftir að hafa samið aðra játning (Repetitio), sem í öllu verulegu var Ágsb.játningunni sam- hljóða og sem menn vonuðu að leiða myndi til sameiningar og samvinnu með hinni ensku kirkju og lútersku söfnuðun- um á Saxlandi. þótt nú þetta fœri öðru vísi en ætlað var, varð það samt til þess, að trúarjátningar ensku kirkjunnar, hver á eftir annarri, sóttu mikið af efni sínu til Ágsb.játn., og er hin ágæta þýðing Taverners þá oft þrædd orði til orðs. Hann hafði þó engan veginn ætlað hana guðfrœðingun- um einum, heldr miklu fremr alþýðunni. Með örlátri hendi stráði hann henni út um landið, því hrein-lúterskr eins og hann var, þráði hann að enskr almúgi fengi aug- un opin fyrir þeiin sannleikum, sem guðfrœðingum þýzka- lands hafði tekizt með svo mikiili snilld og djörfung að játa frammi fyrir forviða heimi. En tímarnir breyttust á Englandi. Meðan María drottning sat aö völdum (1553 til 1558), var hafin hin grimmasta ofsókn gegn Prótestöntum á Englandi. það var ekki nóg, að sumir af merkustu mönnum Englands voru brenndir á báli eins og t. d. Cran- mer erkibiskup, heldr var hafin rannsókn um land allt eftir öllum þeim bókum, er töluðu máli siðbótarinnar; og það, sem fannst, var brennt. þýðing Taverners af Ágsb. játn- ingunni var auðvitað ein hin helzta meðal þessara bóka, og munu flest þau eintök, er til voru af henni, þannig hafa verið eyðilögð. Samt hefir skrifara nefndarinnar, hinum óþreyt- anda dr. tí. M. Smuclcer1), tekizt að ná í eitt eintalc fyrir afar-verð, og er það hið eina, er til er í landi þessu. Mál- 1) Dr. Smucker andaðist snögglega i Október, eftir aS ritgjörfi pessi Ritst. var samin.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.