Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1888, Page 14

Sameiningin - 01.11.1888, Page 14
—150— 8. versið). það er brátt auðséð, að þetta síðasta er eitthvað undarlega og óskiljanlega orðað. Og í hinni nýju endr- skoðuðu ensku biblíu stendr á þessuni stað nokkuð, sem við fyrsta álit virðist jafnvel vera enn óskiljanlegra. þar stendr: „And Aaron shall cast lots upon the two goats; one lot for the Lord, and the other lot for Azazel.“ Orðið í hinum hebrezka frumtexta, sem í íslenzku biblíunni er þýtt með : „þann, sem láta á lausan", er nefnilega Azazel, og það hafa þeir, sem unnið hafa að hinni nýju endrskoð- an ensku biblíunnar, tekið upp óbreytt, án þess að þýða það.—það, að þetta oi'ð er þýtt eins og það er í íslenzku biblíunni, og mörgum biblíuútleggingum ú öðrum tungum, kemr af því, að málfrœðingar margir hafa ímyndað sér, að það væri skylt hebreskum orðstofni, sem merkir að fjar- lægja eða því um líkt. En það er nú hér um bil víst, að orðið á ekkert skylt við þann orðstofn, og við það fellr líka íslenzka útleggingin, enda er ekki öi'ðugt að sjá, að eitthvað hlýtr við hana að vera bogið. En hvað á þá að koma í staðinn ? Hvað þýðir þetta orð Azazel, sein hvergi kemr fyrir í biblíunni hebresku nema á þess- um stað, þar sem verið er í 16. kap. 3. Móses-bókar að segja frá stofnan hinnar miklu friðþægingarhátíðar, nl. í 8. versinu, tvisvar í 10. versinu, og í 26. versinu ? — I 22. versinu stendr í íslenzku biblíunni: „svo hafrinn burt beri á sjálfum sér alla þeirra misgjörninga til ávaxtarlauss lands“. I staðinn fyrir „ávaxtarlauss lands“ ætti hér að standa „e i n m a n a“ eða „afskekkts lands", og við- líka orð (solitary) hefir enska biblían nýja. Og þetta a f- s k e k k t a eða e i n m a n a land, þar sem sleppa átti hafr- inum, það er nú kallað Azazel. Með ritgjörð einni í Phila- delphia Sunday Scliool Times fyrir 1. Sept. þ. á. hetir guð- frceðingrinn dr. Jacoh Mayer sýnt fram á þetta, og það með, að orðið Azazel rnuni alls ekki vera hebreslct orð, og ekki lieldr kaldverskt (babylonskt) orð, eins og mörg- um hefir þótt líklegt, heldr egypzkt eða koptneskt orð, saina orðið og grískir rithöfundar liafa tekið inn í sína tungu og kalla oasis, og sem síðan alveg óbreytt hefir verið leitt inn í ensku og haft er til að tákna sandeyj-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.