Sameiningin - 01.11.1888, Side 16
—152—
það táknaði einhverja illa yfirnáttúrlega veru, og þótti sein-
asta atkvæði orðsins, el, sem í semítisku tungunum er al-
gengr orðstofn og þýðir velcli eða guð, staðfesta þá út-
legging. Yar þá hugsað sér, að öðrum hafrinum á frið-
þægingarhátíðinni hefði verið fórnað hinum sanna guði, Je-
hóva, en hinum, þessum, er út í eyðimörkina var sendr,
einhverri illri veru, sem þar var hugsuð eiga heima, eða
jafnvel sjálfum djöflinura. þessi hertílega vitlausa biblíu-
þýðing ruddi sér til rúms í Rabbínaguðfrœði Gyðinga eft-
ir að þeir komu heim til lands síns úr bahylonsku her-
leiðingunni, sumpart fyrir þá sök, að Gyðingar voru þá,
rétt eins og margir Islendingar hér í Ameríku nú, búnir að
hálf-missa sína eigin feðratungu, eða það mál, sem svo
vel skildist af ísraelsmönnum meðan þeir voru börn eyði-
merkrinnar og langt um lengr fram eftir öldum, en líka
sumpart fyrir þá sök, að það festist eðlilega ýmisleg heið-
ingleg hjátrú við fólkið meðan útlegð þess í Babylon stóð
yfir. Og þessa rabbínsku vitleysu tóku svo löngu seinna
kristnir guðfrœðingar inn í sína biblíuþýðing.
Lexíur fyrir sunnudagsskólann; íjórði ársfjórðungr 1888.
0. lexía, sd. 2. Des.: Israel undir dómurum (Dóm. 2, 11—23).
10. lexia, sd. 9. Des.: Her Gídeons (Dóm. 7, 1—8).
11. lexía, sd. 16. Des.: Dauði Samsonar (Dóm. 16, 21—31).
12. lexía, sd. 23. Des.: pa'ð, sem Rut kaus sér (Rut. 1, 16—22).
13. lexía, sd. 30. Des.: Yfirlit við árslok.
©Innniíi tkki ab borga „Sam“.
ÆáT Um leið og einhver kaupandi blaös ]>essa skiftir um bústaö, þá gjöri
hann svo vel, að senda útgáfunefndinni linu um hina breyttu utanáskrift til
hans, svo blað hans verði sent þangað sem það á að fara.
,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi
$1.00 árg.; greiðist fyrir fram.—Skrifstofa blaðsins: 190 Jemima Str., Winnipeg,
Manitoba, Canada. —Útgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal (féhirðir),
Magnús Pálsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurðr J. Jóhannesson.
I’rentsmidja Lögbergs, Winnipeg.