Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1889, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.04.1889, Blaðsíða 7
á þessum slóðum, fyndi eigi síðr til þess meS grcmju, aS fólki voru er boð’iö’ annaS eins kristniboS eins og þaS, er þeir Jónas og Lárus bera á borð bæSi munnlega í sínum svo kölluSu prédikunmn og á prenti í sínum sálmaleir- burði. Enginn er heldr vafi á því, að allir hinir upplýst- ari menn af lslendingum hér í Winnipeg-bœ skammast sin fyrir, aS til skuli vera þó ekki sé nema fremr fámennr hópr af löndurn þeirra svo skyni skroppinn, að aðhyllast annað eins trúarboS og þetta. Almenningi safnaSanna ís- lenzku vestr í Argyle-byggS verSr þaS líka til heiSrs, aS sá af postulum dr.s Bryce, er þangað var sendr í Febrúar- mánuSi, hélzt þar elcki viS fyrir ])á sök, aS engir vildu sinna honum eða boSskap lrans. En hér í Winnipeg hefir almenningr, því miSr, ekki farið svo aS ráði sínu. Fólk þyrpist hér á samkomur þeirra brœðra á hverjum sunnu- degi og oftar, ekki að eins vesalingarnir, sem telja sig „umsnúna" af þeim, heldr líka engu síSr aSrir Islendingar, sumpart innan, sumpart utan hins lúterska safnaðar vors, —menn, sem greinilega álíta trúarboS þetta herfilegt hneyksli og sem því ómögulega geta sótt þær samkoinur í þeim tilgangi, aS fá þar andlega uppbygging. þaS getr virzt nokkurt huggunarefni í því, aS fjöldi Islendinga í Winni- peg-bui hefir gengiS í hinn lúterska söfnuS vorn einmitt út af ofsatrúar-ólátunum í þeim brœSrum; en það dregr óneitanlega talsvert úr þessu gleSiefni aS vita, aS svo og svo margir af hinum lútersku safnaðarlimnm vorum skuli í vitleysu styðja þessar skrípasamkomur meS ítrek- aSri nærveru sinni. Og ekkert eins auðmýkjanda hefir komiS fyrir oss í hinni kirkjulegu baráttu vorri síðan hún hófst hér í Ameríku. Sunnudaginn 24. Marz prédikaði ritstjóri „Sameining- arinnar" fyrir söfnuSi sínum hér í Winnipeg iit nf sama kafla píslarsögunnar eins og 21. Passíusálmrinn („þegar •Heródes herrann sá“) er orktr út af (Lúk. 2:1, íi—12). Og af því að nokkur hluti þeirrar pródikunar snerti beinlínis mál þaS, er vér höfum nú talaS um, leyfum vér oss að láta „Sam.“ flytja lesendum sínum bæði í Winnipeg og annars staSar þann prédikunarkafla:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.